AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 37
og leitaði landa er sögur fóru af vestur af Græn-
landi. Hann sigldi frá Grænlandi sem leið lá að
Hellulandi, og suður með ströndinni að Marklandi
og gekk á land á Vínlandi sem hann nefndi svo
vegna vínviðar er þar óx. Hann varð því fyrstur
Evrópumanna til að stíga á land í Nýja heiminum.
Lengi hefur verið vitað um rústirnar að Eiríks-
stöðum og var fyrst ráðist í uppgröft á svæðinu
árið 1895 og seinna árið 1938. Sumarið 1997 var
enn grafið upp á Eiríksstöðum, á vegum Eiríks-
staðanefndar og Þjóðminjasafnsins. Þeim rann-
sóknum var haldið áfram í sumar með viðamiklum
uppgrefti á rústunum. Nú er unnið úr þessum
síðustu rannsóknum en þær hafa þegar varpað
skýrara Ijósi á form og útlit skálans. Vitað er að
bær Eiríks rauða hefur verið skáli um 50 m2 að
stærð með langeldi í gólfi og benda efnagreiningar
á viðarkolum til þess að þar hafi verið búið um
skeið, einhvern tíma á tímabilinu 890-980. Bærinn
hefur verið af einfaldri gerð, líklega hefur aðeins
ein fjölskylda búið þar og greinilega ekki lengi.
Það kemur heim og saman við söguna, þar sem
segir að Eiríkur hafi ekki staldrað lengi við á
Eiríksstöðum vegna vígaferla.
UPPBYGGING AÐ EIRÍKSSTÖÐUM
Eiríksstaðir í Haukadal eru tengdir tveimur öðrum
byggðum norrænna manna frá svipuðum tíma.
Annars vegar eru Leifsbúðir í L'anse aux mead-
ows á Nýfundnalandi og hins vegar Brattahlíð á
Grænlandi. Leifsbúðir voru rannsakaðar fyrir um
20 árum og þar var byggður tilgátubær af svipaðri
gerð og hugsaður er að Eiríksstöðum. í Brattahlíð
hefur verið ákveðið að byggja tilgátu um bæ Eiríks
rauða og að endurreisa Þóðhildarkirkju.
Rústir Eiríksskála eru staðsettar í brekku ofan við
veginn inn Haukadal í Dalasýslu. Bænum hefur
verið valinn staður ofan við votlendisfláka sem
liggur eins og strengur í neðanverðri hlíðinni, en
ofan við bæinn tekur við brött fjallshlíðin og að
austan rennur bæjarlækurinn, Eiríksstaðagil. Frá
rústunum er ágætis útsýni um dalinn.
í deiliskipulagi er svæðinu skipt upp í þrjá
hluta:
1.2. aðkomu-og þjónustusvæði,
3. 4. rústasvæði og
5. 6. svæðið þar sem endurbyggðum Eiríksskála
var valinn staður.
Við aðkomu eru gestir fræddir um sögusviðið á
upplýsingatöflum sem komið verður fyrir undir þaki
Frá fornleifauppgrefti að Eiríksstöðum sumarið 1998.
í opnu skýli. Við hlið þess verður síðan komið fyrir
hreinlætisaðstöðu. Áhersla er lögð á að umhverfi
rústanna verði sem minnst raskað og einskorðast
mannvirkjagerð á rústasvæðinu við göngustíga og
útsýnispalla. Tyrft verður yfir sjálfar rústirnar þann-
ig að form þeirra verði greinilegt í landinu og vegg-
ir að hluta sýnilegir.
Eiríksskáli hinn nýi verður endurbyggður um 100
m vestan við rústir Eiríksskála. Skálinn er tilgáta
um bæ frá landnámsöld og grundvallast af niður-
stöðum fornleifarannsókna að Eiríksstöðum og
öðrum rannsóknagögnum hérlendis og erlendis.
Sérstökfagnefnd Þjóðminjasafns íslands ertil ráð-
gjafar um gerð endurbyggingar. Hugmyndin er að
Eiríksskáli og umhverfi hans verði lifandi leiksvið
þar sem starfsfólk tekur á móti gestum, t.d. í gervi
landnámsmanns. Gestum verði þannig gert kleift
að skyggnast 1000 ár aftur í tímann og kynnast
aðbúnaði og umhverfi Eiríks rauða og Þjóðhildar
að Eiríksstöðum. Þá er áformað að endurheimta
landnámsskóginn í nágrenni bæjarins og verða
Eiríksstaðir hinir nýju klæddir birkiskógi áður en
langt um líður.
Svo vill til að Skógrækt ríkisins hefur safnað birki-
fræi í námunda við Eiríksstaði og verða plöntur frá
þessu kvæmi tilbúnar til útplöntunar á vori kom-
anda.
Svæðin þrjú eru síðan tengd saman með hring-
stíg sem lagður er á látlausan hátt í brekkuna.
Stígurinn er að mestu timburstígur sem liggur að
hluta yfir votlendi. Áhersla er lögð á gott aðgengi
fatlaðra um svæðið. Að vestanverðu er stígurinn
því lagaður að þörfum fatlaðra hvað varðar breidd,
halla og yfirborðsefni.
Fyrsti hluti uppbyggingarinar hefur verið boðinn út
og stendur framkvæmd yfir núna. ■
35