AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Blaðsíða 41
frágangi brekkunnar suður af kór kirkjunnar, sem
teygir sig að Barónsstíg og myndar þar ein aðal-
göngustígatengslin við neðri hluta Skólavörðu-
holts. Yfirbragð þess svæðis verður með nokkuð
öðrum hætti en forhlið kirkjunnar, enda aðstæður
mjög frábrugðnar. Það yrði einkum samsett af fjöl-
ærum og sígrænum jurtum úr borgarlandinu, með
áherslu á fjölskrúðuga liti.
Skólavörðuholtið hefur í tvær aldir haft mjög
ákveðna sérstöðu í sögu Reykjavíkur og hugum
borgarbúa. Helgast það í senn af staðháttum og
óvenjulegri legu þess í hjarta borgarinnar, en jafn-
framt af eðli og umfangi þeirrar starfsemi er þar
hefur skotið sterkum rótum.
í skipulagi Skólavörðuholts hefur verið reynt að
draga saman þá meginþætti, sem erindi eru taldir
eiga inn á þetta svæði í framtíðinni og til þess eru
falnir að tengja Skólavörðuholtið umhverfi og íbú-
um borgarinnar enn traustari böndum. ■
Arkitektar: Ragnhildur Skarphéðinsdóttir landslags-
arkitekt og Ögmundur Skarphéðinsson arkitekt;
Burðarþol og lagnir: Hönnun hf verkfræðistofa;
Rafteikning hf verkfræðistofa;
Eftirlit: Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen
Verkkaupi: Hallgrímskirkjan í Reykjavík; Reykjavíkur-
borg: Borgarskipulag Reykjavíkur, Gatnamálastjórinn í
Reykjavík, Garðyrkjustjórinn í Reykjavík,
Aðalverktaki: Gísli Magnússon (l.áfangi), Víkurverk
ehf (2.áfangi).
FORMFEGURÐ
frá BERKER
ARSYS®
er til í fimm
mismunandi
gerðum.
ARSYS®
er ný og gl.esikg
lína af rofum og
tenglum.
ARSYS®
sameinar
tbrmfcgurð og
ga-ði.
EHF
■þjónusta i þína þágu-
Vatnagörðum 10 - Sími 568 5854 - Fax 568 9974
39