AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Page 47
nokkur maður hefði botnað í krassinu, en við
Hrólfur skildum hvor annan. í gegnum Hrólf kynnt-
ist ég fjölda þekktra listamanna og oft var okkur
hjónum boðið á sýningar þar sem við kynntumst
verkum þeirra. Hrólfur og kona hans, Margrét
Árnadóttir myndlistamaður, sem þá var yfirmaður
á teiknistofu Landssímans, urðu mínir bestu vinir.
Eftir að Hrólfur hætti kom Diter Rot til mín.
Diter Rot (en þannig skrifaði hann nafn sitt þá) var
hjá mér í tvö ár. Maður var fljótur að finna að þar
var á ferð mjög fær listamaður. Vinnuferli okkar var
svipað og hjá okkur Hrólfi. Svo þegar ég yfirgaf
hann með krass-niðurstöðu okkar þá þurfti hann
bara að fá sér kaffi og hann var kominn í gang. Öll
útfærsla á teikningum lá létt fyrir honum og leikur
einn ef gera þurfti útlitsmyndir hvort sem þær voru
gerðar fríhendis eða í nákvæmri perspektíf.
Ég get ekki sagt að ég hafi kynnst Diter mikið fyrir
utan vinnuna, þó kom ég nokkrum sinnum heim til
hans á Ásvallagötu og kynntist lítilsháttar konu
hans, Sigríði Björnsdóttur myndlistarmanni. Einnig
kom ég nokkrum sinnum á vinnustofu hans á
Vesturgötu sem hann hafði með Magnúsi Páls-
syni. Þar sá ég flettibækur, gerðar af Diter, sem
voru þannig að þegar maður fletti þeim gátu komið
fram allskonar mynstur. Diter sagðist þurfa að eiga
tíma fyrir sjálfan sig á vinnustofu sinni daglega,
ekkert endilega af því að það væri eitthvað sér-
stakt sem hann þyrfti að gera, heldur til þess að
finna sjálfan sig. Diter var ekki vel fjáður á þessum
dögum (e.t.v. ástæðan fyrir því að hann vann hjá
mér). Hann gekk mikið í sömu fötunum, en einn
daginn sagði hann mér frá því að hann hefði farið
í Naustið kvöldið áður með vinum sínum, „þeir
settu mig bara í föt og tóku mig með“.
Haustið 1964 var ég fenginn til þess að standa
fyrir garðyrkjusýningu í Listamannaskálanum og
þá var ekki verra að hafa Diter með sér. Við skipu-
lögðum sýninguna og Diter fékk að ráða auglýs-
inga plakati sem sett var í búðarglugga víðsvegar
um bæinn. Auglýsingaflöturinn var gerður úr stór-
um upphafsstöfum sem var komið fyrir eins og
þeim hefði verið hellt úr fötu yfir myndflötinn. Svo
þegar fólk kom nær var hægt að sjá að sýning
væri í Listamannaskálanum. Á sýningunni sjálfri
gerði Diter síðan skýringarspjöld fyrir sýningar-
aðila. Sýningin gekk mjög vel og skiluðum við
garðyrkjumönnum allgóðum hagnaði.
Stundum átti maður dálítið erfitt með að skilja
Diter. Hann vissi að ég hafði stúderað og ræktað
myglu á námsárunum í plöntusjúkdómafræði.
Hann fékk mig til þess að lýsa því hvernig út frá
einu grókorni, sem félli á næringarhlaup (agar), yxi
kólonía í allar áttir í ýmsum litbrigðum. Ég botnaði
ekkert í því hvernig honum dytti í hug að nota
myglu í verk sín, eins og hann reyndar gerði og
margir undruðust yfir. Þetta var bara eitt af mörg-
um furðulegum uppátækjum Diters, en á þennan
hátt skapaði hann lifandi og síbreytilegt listaverk.
En þegar maður fer svo að hugsa nánar út í þetta
þá er garðlist ekkert annað en lifandi listaverk.
Margir fleiri komu síðar við sögu í teiknun hjá mér,
en hér skal numið staðar að sinni. ■
Hrólfur Sigurðsson. 1962.
x