AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 47

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Qupperneq 47
nokkur maður hefði botnað í krassinu, en við Hrólfur skildum hvor annan. í gegnum Hrólf kynnt- ist ég fjölda þekktra listamanna og oft var okkur hjónum boðið á sýningar þar sem við kynntumst verkum þeirra. Hrólfur og kona hans, Margrét Árnadóttir myndlistamaður, sem þá var yfirmaður á teiknistofu Landssímans, urðu mínir bestu vinir. Eftir að Hrólfur hætti kom Diter Rot til mín. Diter Rot (en þannig skrifaði hann nafn sitt þá) var hjá mér í tvö ár. Maður var fljótur að finna að þar var á ferð mjög fær listamaður. Vinnuferli okkar var svipað og hjá okkur Hrólfi. Svo þegar ég yfirgaf hann með krass-niðurstöðu okkar þá þurfti hann bara að fá sér kaffi og hann var kominn í gang. Öll útfærsla á teikningum lá létt fyrir honum og leikur einn ef gera þurfti útlitsmyndir hvort sem þær voru gerðar fríhendis eða í nákvæmri perspektíf. Ég get ekki sagt að ég hafi kynnst Diter mikið fyrir utan vinnuna, þó kom ég nokkrum sinnum heim til hans á Ásvallagötu og kynntist lítilsháttar konu hans, Sigríði Björnsdóttur myndlistarmanni. Einnig kom ég nokkrum sinnum á vinnustofu hans á Vesturgötu sem hann hafði með Magnúsi Páls- syni. Þar sá ég flettibækur, gerðar af Diter, sem voru þannig að þegar maður fletti þeim gátu komið fram allskonar mynstur. Diter sagðist þurfa að eiga tíma fyrir sjálfan sig á vinnustofu sinni daglega, ekkert endilega af því að það væri eitthvað sér- stakt sem hann þyrfti að gera, heldur til þess að finna sjálfan sig. Diter var ekki vel fjáður á þessum dögum (e.t.v. ástæðan fyrir því að hann vann hjá mér). Hann gekk mikið í sömu fötunum, en einn daginn sagði hann mér frá því að hann hefði farið í Naustið kvöldið áður með vinum sínum, „þeir settu mig bara í föt og tóku mig með“. Haustið 1964 var ég fenginn til þess að standa fyrir garðyrkjusýningu í Listamannaskálanum og þá var ekki verra að hafa Diter með sér. Við skipu- lögðum sýninguna og Diter fékk að ráða auglýs- inga plakati sem sett var í búðarglugga víðsvegar um bæinn. Auglýsingaflöturinn var gerður úr stór- um upphafsstöfum sem var komið fyrir eins og þeim hefði verið hellt úr fötu yfir myndflötinn. Svo þegar fólk kom nær var hægt að sjá að sýning væri í Listamannaskálanum. Á sýningunni sjálfri gerði Diter síðan skýringarspjöld fyrir sýningar- aðila. Sýningin gekk mjög vel og skiluðum við garðyrkjumönnum allgóðum hagnaði. Stundum átti maður dálítið erfitt með að skilja Diter. Hann vissi að ég hafði stúderað og ræktað myglu á námsárunum í plöntusjúkdómafræði. Hann fékk mig til þess að lýsa því hvernig út frá einu grókorni, sem félli á næringarhlaup (agar), yxi kólonía í allar áttir í ýmsum litbrigðum. Ég botnaði ekkert í því hvernig honum dytti í hug að nota myglu í verk sín, eins og hann reyndar gerði og margir undruðust yfir. Þetta var bara eitt af mörg- um furðulegum uppátækjum Diters, en á þennan hátt skapaði hann lifandi og síbreytilegt listaverk. En þegar maður fer svo að hugsa nánar út í þetta þá er garðlist ekkert annað en lifandi listaverk. Margir fleiri komu síðar við sögu í teiknun hjá mér, en hér skal numið staðar að sinni. ■ Hrólfur Sigurðsson. 1962. x
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.