AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Síða 64
DR. BJARKI JÓHANNESSON, FORST.MAÐUR ÞRÓUNARSVIÐS BYGGÐASTOFNUNAR
byggðastefna nýrra tíma
Forsendur og hlutverk
BYGGÐAR. Oft er spurt hvort eitt-
hvert vit sé í byggðastefnunni. Miðað
við reynslu undanfarinna ára freistast
maður til að svara þeirri spurningu neit-
andi. Ef betur er að gáð er málið kann-
ski ekki svo einfalt. Forsendur búsetu breytast,
gamlar lausnir á byggðamálum duga ekki lengur,
heldur kalla nýir tímar á nýjar leiðir.
Þegar ég hóf mastersnám í skipulagsfræði í
Bandaríkjunum var sagan af bænum Caliente eitt
það fyrsta sem ég las. Þegar járnbrautirnar voru
lagðar í Bandaríkjunum voru notaðar eimreiðar,
sem þurftu að stoppa með stuttu millibili til að taka
vatn og eldsneyti. Þá urðu til bæir eins og Cali-
ente, sem byggðu tilvist sína á þjónustu við járn-
brautirnar. Þegar dísil- og rafknúnar jarnbrautir
komu til sögunnar hættu lestarnar að stoppa í
Caliente og bærinn dó ásamt fjölda svipaðra bæja.
Bæir verða til af einhverri orsök. Þeir gegna ein-
hverju þjóðfélagslegu hlutverki, sem er forsendan
fyrir tilveru þeirra. Okkur hættir oft til að líta á bæi
sem eilíf fyrirbæri, en sagan af Caliente sýnir að
það er alls ekki svo. Meðal fyrstu bæja á Norður-
löndunum voru Birka í Svíþjóð og Kaupangur í
Noregi, hvort tveggja verslunarstaðir af nokkurri
stærð og mikilli þýðingu. Ævilengd hvors um sig
var um 150 ár, en báðir bæirnir dóu vegna breytt-
rar sjávarstöðu og siglingahátta.
íslenskir bæir eiga sér einnig sínar orsakir og for-
sendur. Bæir á íslandi eru nokkuð nýtt fyrirbæri,
aðallega frá þessari öld. Þeir urðu til svo til sam-
tímis, og það byggðamynstur, sem við búum við í
dag, mótaðist af þeim aðstæðum, sem ríktu á
þessu stutta tímabili. Byggðaþróunin fylgdi lögmáli
þeirra tíma að fyrirtæki leituðu staðsetningar
nálægt hráefni og mörkuðum til að minnka flut-
ningskostnað og stytta flutningstíma á viðkvæmu
hráefni. Fólkið sótti svo þangað sem atvinnu var
að hafa. Hérlendis voru það fiskurinn og fjarlægð
á miðin sem réðu staðsetningunni.
Þessar forsendur hafa breyst á síðari árum og þar
með forsendurnar fyrir byggðamynstrinu. Með
breyttum atvinnuháttum og siglingaháttum geta nú
skipin siglt lengri leið og unnið hráefnið um borð.
Með þessu minnkar atvinna og fólk flyst burt. Úr
þessu verður vítahringur, fólkinu fækkar, undirlag
fyrir verslun og þjónustu minnkar, vegna þess flyt-
ur enn fleira fólk í burtu og þannig gengur sagan.
Við þekkjum öll örlög gömlu síldarbæjanna, og
bæir og þorp, sem byggðu tilvist sína á fiskveiðum
og landbúnaði, virðast stefna á sömu leið.
BYGGÐAVANDINN
Fólksflutningur frá landsbyggðinni er
reyndar ekki nýtt fyrirbæri. Hann var
mikill um miðbik aldarinnar, en síðan
dró úr honum um sinn og á áttunda
áratugnum virtist jafnvægi vera náð.
Þetta jafnvægi hélst um nokkurt skeið,
en á síðasta áratug hafa flutningar til
höfuðborgarsvæðisins aukist á ný.
íbúum hefur fækkað víðast hvar á
landsbyggðinni og störfum hefur einn-
ig fækkað, einkum í landbúnaði og
fiskveiðum.
Hvað er þá til ráða? Eigum við bara að
láta markaðinn ráða því hvað verður
um bæi, sem ekki hafa sama atvinnu-
grundvöll og áður? Ýmis rök mæla
með því að svara þessu neitandi. í
þessum bæjum liggja oft miklar fjár-
festingar í húsnæði og þjónustukerfi,
Mynd 1. Mannfjöldi 1. desember 1997 eftir svæöum og breyting 1987-
1997.
5.766
-12%
-Í4% \
' *“ ,„K,
■70/ >, .
0%
____10%
Fækkun iÉBl 20%
62