AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 65

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.12.1998, Side 65
og oft þjóna þeir enn einhverjum tilgangi í atvinnu- lífi þjóðarinnar, þótt ekki sé nóg til að standa undir atvinnu, verslun og þjónustu fyrir heilt bæjarfélag. Ég tel það gott að við eigum nokkuð sterka höfuðborg, sem reyndar er ekki stór á alþjóða- mælikvarða. En við íslendingar erum ekki fjölmenn þjóð og við verðum að gæta þess að höfuðborgar- svæðið stækki ekki um of á kostnað landsbyggð- arinnar. Þótt byggðavandinn sé hér meiri en á hinum Norð- urlöndunum, verjum við hlutfallslega minna fé til byggðamála en þau lönd. í fyrirliggjandi þings- ályktunartillögu um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1998 - 2001 er hins vegar stefnt að því að fólks- fjölgun á landsbyggðinni verði ekki undir lands- meðaltali og nemi 10% fram til ársins 2010. aðgangur að stofnvegakerfi, flugvöllum, höfnum og fjarskiptakerfum. 3) Rekstrarþættir: aðgangur að fjármagni, þjónustu og starfsmenntuðu vinnuafli. 4) Samskiptaþættir: nálægð eða tengsl við fyrirtæki með svipaða starfsemi, nálægð við þjónustufyrirtæki. 5) Þekking: aðgangur að rannsóknarstofnunum og háskólum. 6) Stjórnunarumhverfi: velviljuð og virk opinber stjórnvöld og embættismenn, skýr lög og reglur, skýr skipulagsákvæði sem taka tillit til þarfa fyrirtækjanna. 7) Ytri ímynd: gott umhverfi, heimilisfang á vel metnum stað/svæði/hverfi, götunafn sem hljómar- vel o.fl. ÞARFIR ÍBÚA: NÝTT HLUTVERK FYRIR BÆINA Ein leiðin til að ná þessu marki er að reyna að finna nýtt hlutverk fyrir bæina, þ.e. að finna nýjar atvinnugreinar og reyna að laða ný fyrirtæki til þeirra. Áður fyrr var oft hægt að gera þetta með opinberum reglum og styrkjum, sem notuð voru til að stjórna staðar- vali fyrirtækjanna. Nú eru breyttir tímar og fyrirtæki framleiða oft háþróaðar vörur og þjónustu, sem krefjast mikillar starfsþekkingar. Framboð á starfsmenntuðu vinnuafli er meðal þeirra þátta, sem mikilvægir eru fyrir staðarval fyrirtækja. Þetta vinnuafl sækir þangað sem bestir möguleikar bjóðast og þar sem búsetu- skilyrði eru best. Búsetuval hins starfsmennt- aða vinnuafls ræður því oft miklu um staðarval fyrirtækja. Bætt lífsgæði eru því liður í eflingu atvinnuþróunar. Það sem nú á dögum ræður búsetu fólks er einkum öryggi, tekjur, heilsug- æsla, verslun, þjónusta, samgöngur, menntu- narmöguleikar, gott umhverfi og möguleikar á frístundaiðju, skemmtunum og menningar- starfsemi. Hér hefur höfuðborgarsvæðið for- skot á landsbyggðina, og er þar eflaust að leita ýmissa orsaka á fólksflutningum þangað. Það eru því einkum tveir meginþættir, sem leggja ber áherslu á við þróunarstarf í því skyni að stuðla að jafnvægi í byggðum lands- ins. ÞARFIR FYRIRTÆKJA 1) Staðbundnir þættir: framboð á húsnæði og/eða lóðum til nýbygginga, orkuframboð, gæði gatnakerfis, veitukerfa o.þ.h. 2) Samgöngur: á landsbyggðinni, einkum Mynd 2. Hlutfallsleg breyting ársverka 1985-1995. Mynd 3. Hlutfall ársverka í landbúnaði og sjávarútvegi 1995.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.