AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 12
ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, VERKFRÆÐINGUR
HVALFJARÐARGONG
erinkaframkvæmd
FORSAGAN
Eitt frægasta mannvirki síöustu ára hér
á landi eru Hvalfjarðargöngin. Líklega
hefur meirihluti landsmanna farið um
þessi göng og vart er til sá fullvaxta
íslendingur, sem ekki hefur rætt um
þessi merku göng. Frá því upphaflega
var farið að kanna mögulega þverun utanverðs
Hvalfjarðar hafa a.m.k. verk- og tæknifræðingar
verið áhugasamir um þessa samgöngubót. Eins
og gefur að skilja hafa menn verið með og á móti
og sumir reyndar spáð hraklega fyrir þeirri fram-
kvæmd, sem ofan á varð, þ.e. jarðgöngum í bergi
undir fjörðinn.
í byrjun áttunda áratugarins var gerð frumat-
hugun á möguleikum þess að stytta leiðina vestur
og norður með þverun Hvalfjarðar. Ýmsir kostir
voru kannaðir og m.a. var ferjutenging könnuð
sérstaklega. Niðurstaða þeirrar athugunar varð
sú að ekki væri ráðlegt að framkvæma neinn af
þeim kostum, sem skoðaðir voru. Til þess var
umferðin of lítil til að standa undir fjárfesting-
unum, sem á þeim tíma hefðu kostað mun meira
en síðar varð með þróaðri tækni. Þá er þess að
geta að enn var hringvegi ekki lokið um Skeiðar-
ársand né komin brú á Hvítá við Borgarnes.
Einnig var harla lítill hluti þjóðveganna kominn
með bundið slitlag, aðeins Keflavíkur-
vegurinn og hlutar Suðurlandsvegar,
auk þess sem byrjað var á framkvæmd-
um á Vesturlandsvegi um Mosfellssveit
og upp á Kjalarnes. Og miðað við að
vegaframkvæmdir voru á þeim árum
fjármagnaðar með lánsfé eða beint úr
ríkissjóði var ekki von til þess að þverun
Hvalfjarðar utanverðs væri framarlega í
röðinni þegar kom að samgöngubótum
hér á landi.
UNDIRBÚNINGURINN AÐ
GERD HVALFJARÐARGANGA
En tíminn leið og dustað var rykið af
hugmyndunum um þverunina og ýmis-
legt um hana rætt og ritað á árunum
um og fyrir 1990. Helstu þáttaskil urðu
þegar Vegagerð ríkisins birti skýrslu
árið 1987, þar sem fram kom að það
væri að öllum líkindum þjóðhagslega
hagkvæmt að gera göng undir Hval-
fjörðinn utanverðan og e.t.v. einnig að
byggja þar brú. Þá voru ekki taldar nein-
ar tæknilegar hindranir fyrir slíkri fram-
kvæmd. Á næstu árum var málið víða rætt meðal
landsmanna, en ekki virtist mikill áhugi á því
meðal ráðamanna þjóðarinnar að binda fé vega-
sjóðs við slíka framkvæmd, sem kosta myndi
meira en 5 milljarða, og á sama tíma draga úr
nýframkvæmdum í vegamálum á landsbyggðinni.
Hin tæknilega hlið umræðunnar var aðallega
meðal verk- og tæknifræðinga hér á landi og var
m.a. fjallað um málið hér í þessu blaði. Ýmsar
ráðstefnur voru haldnar um þverun Hvalfjarðar,
þarsem mismunandi kostirvoru ræddir, botngöng,
jarðgöng og brú. Það var síðan í janúar 1991 að
Spölur hf. var stofnaður sem hlutafélag í eigu
nokkurra fyrirtækja, sveitarfélaga og Vegagerð-
arinnar, og var tilgangur þess að hrinda í
framkvæmd þverun Hvalfjarðar utanverðs. Áður
10