AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 18
Reykjavíkurflugvóllur, skipulagstillaga
n*v VKOOO dWi lSOllBQB
Gudmundtr Gunnaroson, artaefa FAJ
Parni Gudmurxtsson. artawki FAÍ
mgWwm 12. W ftoyt|»<K»mSS2 2SBB, te 562 2B44
borgarsvæðinu, þar af um 1.550 í Kópavogi.
Undanfarin 5 ár hafa um 1.000 manns á ári flust í
Grafarvoginn. Ef hönnuð yrði glæsileg miðborgar-
byggð í Vatnsmýrinni, þá er ekki ótrúlegt að þang-
að flyttust 1.500 manns á ári. Það þýddi að
Vatnsmýrin byggðist upp á 15 til 20 árum. Áætlað-
ur kostnaður við gerð flugvallarins er um 5 milljarð-
ar en að byggja upp Vatnsmýrina með þéttri mið-
borgarbyggð er áætlað að kosti a.m.k. 80 til 90
milljarða.
HLUTAFÉLAGIO
Hlutverk félagsins er að leggja fram tilboð til
ríkis og borgar þar sem boðist er til að byggja
flugvöll í Vatnsmýrinni og fá greitt með byggingar-
rétti á núverandi flugvallarsvæði og á aðliggjandi
svæðum. Félagið lætur hanna flugvöll í Skerja-
firðinum og gerir tillögur að skipulagi í Vatns-
mýrinni samkvæmt ofangreindum forsendum.
Allar teikningar og gögn verða lögð fyrir yfirvöld til
samþykktar, allar framkvæmdir í Vatnsmýrinni og
við flugvöllinn í Skerjafirði fari í umhverfismat,
skipulagið verði lagt fyrir skipulagsyfirvöld og kyn-
nto.s.frv.
Félagið mun ekki starfa sem verktakafyrirtæki
heldur sem umsjónar- og umsýsluaðili sem leggur
fram heildarskipulag og ásýnd hverfisins í sam-
starfi við borgaryfirvöld. Félagið mun bjóða út allar
verklegar framkvæmdir og fjármagna þær með
lántökum. Þessi lán verða greidd jafnóðum og
það selur eignir eða lóðir. Félagið kaupir í raun
byggingarréttinn í Vatnsmýrinni fyrir andvirði flug-
vallar í Skerjafirðinum og greiðir þann kostnað
með byggingu og sölu eigna. Félagið mun hafa
umsjón og eftirlit með framkvæmdum ásamt
samningsgerð og uppgjöri við hönnuði og verk-
taka. Félagið mun sjá um sölu eigna í samvinnu
við fasteignasölur.
Gert er ráð fyrir að félagið verði með breiða
eignaraðild og að því standi fyrirtæki úr bygging-
ariðnaðinum, fjárfestingargeiranum og einstakling-
ar ásamt því að ríki og borg verði boðin þátttaka.
Verði af samningum við ríki og borg um þetta
umfangsmikla verkefni er gert ráð fyrir að félagið
fari á hlutabréfamarkaðinn.
MIÐBORGARBYGGÐ
Farið verður í opna samkeppni um skipulag
Vatnsmýrarinnar og í framhaldi af því samkeppni
um deiliskipulagið. Miðað er við að fyrir liggi útlit af
öllum helstu götum áður en hafist verður handa
við byggingarframkvæmdir þannig að öllum verði
16