AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 22
UMHVERFISMÁL
Samkvæmt gildandi skipulagi er búið að skipu-
leggja iðnaðar- og athafnasvæði allt í kringum
flugvöllinn, öll svæðin meðfram NS brautinni að
300 m helgunarsvæði brautarinnar allt frá
Umferðarmiðstöðinni að Nauthólsvík er búið að
skipuleggja undir slíka starfsemi. Ef farið verður í
gang með slíka uppbyggingu í Vatnsmýrinni sem
og þá miklu endurnýjun sem fyrir dyrum stendur
varðandi endurgerð flugbrautanna, þá er tvennt
sem liggur Ijóst fyrir. Fyrir það fyrsta verður ekkert
eftir af Vatnsmýrinni sem við þekkjum í dag og
númer tvö þá verður flugvöllurinn í Vatnsmýrinni
langt fram í næstu öld. Inngrip frá miðborgarbyggð
eins og við erum að ræða um á þessu svæði hefði
í sjálfu sér ekkert meiri breytingar í för með sér. í
báðum tilfellum verður skipt um jarðveg á stórum
svæðum og fuglalífið á Tjörninni verður hvort sem
er um alla framtíð háð manninum og þeim ramma
sem við ákveðum því. Fyrir fuglalífið í miðbænum
yrði miðborgarbyggð í Vatnsmýrinni væntanlega
betri kostur en flugbraut og iðnaðarsvæði, því í
okkar hugmyndum gerum við ráð fyrir að stækka
tjarnarsvæðið inn í Vatnsmýrina og inn í hverfið og
þar með stækkar þetta tilbúna svæði fyrir þessa
fiðruðu gleðigjafa okkar. Þá verður gripið til þeirra
ráðstafana sem þarf til að tryggja vatnsstöðu
Tjarnarinnar og endurnýjun vatns í henni.
Varðandi strandlengjuna við Skerjafjörð þá
munu þær framkvæmdir, sem við viljum fara í, láta
hinar friðuðu strendur Skerjafjarðar alveg ósnortn-
ar. Á einum stað, við enda AV brautar við Suður-
götu, verður farið þvert á ströndina með veg sem
mun liggja út á flugvöll. Þar sem þessi vegtenging
verður þar er ströndin ekki friðuð þar sem hún er
hluti af helgunarsvæði AV flugbrautarinnar. Við
gerð flugvallar í Skerjafirði verður allt fyllingarefnið
flutt sjóleiðis. Grjótið í brimvarnargarðinn verður
flutt sjóleiðis og að sjálfsögðu sjávarmölin. Þannig
mun ekki einn einasti grjót- eða malarbíll aka um
götur borgarinnar á okkar vegum á meðan á
framkvæmdum við flugvöllinn stendur. ■
Hvers konar jarðvinnsla,
gröfuþjónusta og
vinnuflokkar fyrir minni og
stærri framkvæmdir.
Bíldshöfði 16
112 Reykjavík
Sími: 587 5242
Fax: 587 7265
Gsm: 892 1413