AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 24

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 24
SIGFÚS JÓNSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI NÝSIS EINKA FRAMKVÆMD tækifæri til aukinnar hagkvæmni i fjárfest- ingum og rekstri nútíma samfélagi er ekki þörf á að hið opin- bera sinni sjálft allri þeirri þjónustu og upp- byggingu sem það ákveður að almenningur njóti. Margvíslegri þjónustu, sem hið opinbera fjármagnar og veitir, geta einkaaðilar sinnt jafnvel, ef ekki betur. Þannig á ýmis þjónusta hins opinbera sér hliðstæðu við það sem þekkist á einkamarkaði og í vaxandi mæli hafa afmarkaðir rekstrarþættir verið færðir til einkaaðila og þeim gefið tækifæri til að hasla sér völl á starfsvettvangi sem hið opinbera sinnti eitt áður, svo sem í fjárfestingum í grunngerð og mannvirkjum. Ástæða þess að hið opinbera leitar í auknum mæli til einkaaðila um að leysa tiltekin verkefni er sú að það kemst ekki yfir að sinna öllum þeim verk- efnum sem kröfur eru gerðar um og hefur ekki fjár- muni til þess heldur. Á sama tíma og kostnaður hins opinbera af þeim rekstri sem fyrir er eykst sífellt eru gerðar kröfur um ný jarðgöng, lagningu nýrra vega og brúa, hafnir, flugstöðvar og flugvelli, orkuver, háskólabyggingar, einsetningu skóla, leiguíbúðir fyrir láglaunafólk og námsfólk, svo eitt- hvað sé nefnt. Þeir fjármunir sem hið opinbera hefur eru tak- markaðir og ef ráðast á í ný verkefni kann að vera nauðsynlegt að skera niður kostnað, hætta ein- hverri starfsemi eða fjármagna nýja með þjón- ustugjöldum, svo sem gert var vegna Hvalfjarðar- ganga. Annmarkar eru jafnan á því hjá hinu opin- bera að lækka rekstrarkostnað starfandi stofnana og því hafa ríkisstjórnir og sveitarstjórnir í ná- grannalöndunum í auknum mæli leitað til einka- aðila um að leysa margvísleg rekstrar-, þjónustu- og uppbyggingarverkefni. Hjá hinu opinbera kemur slæm nýting fjár- festingar ekki fram í bókhaldi þess. Þótt tiltekið mannvirki sé ekki fullnýtt, telst það ekki sóun því ekki tíðkast að reikna fjármagnskostnað í slíkum tilvikum eða fulla leigu. Þegar hið opinbera ákvarðar fjárveitingu til mannvirkis, t.d. í fjár- lögum, þá er ríkið að fjármagna viðfangsefnið en ekki að fjárfesta í sama skilningi og einkafyrirtæki sem þarf að fá arð af fjármagninu í gegnum tekjur vegna notkunar. HVAÐ ER EINKAFRANKVÆMD? í einkaframkvæmd felst það að hið opinbera gerir samning við einkaaðila um að veita tiltekna þjónustu. Venjulega er um að ræða umtalsverðar fjárfestingar, langan samningstíma og heildar- lausn á verkefni. Mikilvægt er að um heildarlausn sé að ræða. Aðferðir einkaframkvæmdar njóta sín t.d. ekki vel þegar um er að ræða hlutalausnir, t.d. viðbyggingar við skóla. Einkaframkvæmd er frábrugðin einkavæðingu að því leyti að opinberir aðilar hafa áfram afskipti af viðkomandi verkefni með skilgreiningu á veittri þjónustu. Einkavæðing gengur hins vegar út á að færa verkefnið alfarið frá hinu opinbera til einka- aðila, t.d. með sölu á hlutabréfum. Einkaframkvæmd er frábrugðin útboðum rekstrar að því leyti að útboð rekstrar nær ein- göngu til afmarkaðra þátta rekstrar, t.d. aksturs strætisvagna, en ekki til heildarlausnar á tilteknu verkefni. Einkaframkvæmd, einkavæðing og útboð rekstrar eiga það sameiginlegt að veiting þjónust- unnar er færð frá hinu opinbera til einkaaðila. í stað opinbers rekstrar er lögð áhersla á að hið opinbera hafi eftirlit með að þjónustan sé veitt í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til hennar. Hugmyndafræðin að baki þessum aðferðum er sú að hvor aðili sérhæfi sig í því sem hann gerir best. Einkaframkvæmd má flokka í mismunandi stig eftir eðli og gerð samninga: Fjárhagslega sjálfstæð verkefni. Einkafyrirtæki tekur að sér að annast tiltekna þjónustu. Það hannar, byggir, fjármagnar og veitir þjónustu gegn notendagjöldum til að standa undir rekstrarkostnaði og fjárfestingu. Opinber afskipti eru takmörkuð við það sem kalla mætti ytri skil- yrði. Dæmi um þetta er t.d. brú eða jarðgöng þar sem greiddur er vegtollur. Þjónusta seld hinu opinbera. Einkafyrirtæki tekur að sér að annast þjónustu sem hið opinbera er eitt kaupandi að. Kostnaði verktakans er fyrst og fremst mætt með endurgjaldi hins opinbera fyrir veitta þjónustu. Dæmi er bygging og rekstur skólamannvirkis. Hlutaþátttaka hins opinbera. Einkafyrirtæki 22

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.