AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 26

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 26
kröfulýsingu. Kröfulýsing þarf einnig að vera í samræmi við þær reglur sem gilda um útboðs- lýsingar og opinber innkaup. Um einkaframkvæmd gildir tilskipun Evrópusambandsins nr. 50/92 um útboð á þjónustu. Góð kröfulýsing þarf að: I Skilgreina þarfir vel. Eftir hvaða þjónustu er verið að leita? I Skilgreina hvað ríkið vill fá en ekki hvernig það skuli leyst. Leyfa á svigrúm til að útfæra lausnir. I Gefa nægilegar upplýsingar til þess að bjóð- andi geti metið kostnað og ákveðið hvort hann tekur þátt í útboðinu. I Gæta að því að jafnræði sé milli allra þeirra sem bjóða vilja þjónustu sína. I Tilgreina þau atriði sem eru höfð að leiðarljósi við val á samningsaðila. I Upplýsa um hvernig eftirliti með efndum samn- ings verður háttað. Á HVAÐA SVIÐUM NÝTUR EINKA- FRAMKVÆMD SÍN BEST? Framan af voru aðferðir einkaframkvæmdar fyrst og fremst notaðar í samgöngumannvirkjum. Einkaframkvæmd hentar vel á því sviði. Um er að ræða umfangsmiklarfjárfestingarsem hafa langan líftíma, áhætta er fremur lítil, rekstur ekki flókinn og auðvelt að koma við gjaldtöku. Hins vegar er styttra síðan farið var að notast við einkaframkvæmd á öðrum sviðum í nágranna- löndunum. Hér á eftir eru nefnd dæmi um verkefni sem leysa má með einkaframkvæmd en listinn er á engan hátt tæmandi: Vegir, brýr og jarðgöng Á þessu sviði er einkaframkvæmd algengust. Hér á landi hefur þetta form verið notað við gerð Hvalfjarðarganga og gefist vel. Næsta stóra verkefni á þessu sviði verður hugsanlega Sunda- braut. Flugvellir og flugstódvar Rekstur þeirra og uppbygging er fjárfrek og hefur hann víða erlendis verið falinn einkaaðilum. Flugstöð Leifs Eiríkssonar er dæmi um verkefni þar sem einkaframkvæmd hefði notið sín vel, svo og endurnýjun og rekstur Reykjavíkurflugvallar Hafnir Víða erlendis annast einkafyrirtæki uppbyggingu og rekstur hafna. Mörg dæmi eru um að hafnir séu hlutafélög. Hér á landi er þess alveg sérstaklega gætt í hafnalögum að einkaaðilar geti hvergi komið að fjárfestingu og rekstri. Allar nýjungar í fjármög- nun og rekstri hafna með þátttöku einkaaðila eru nánast bannaðar samkvæmt lögum. Veitur, orkufyrirtæki og fjarskipta- fyrirtæki Á þessu sviði er víða verið að endurskipuleggja starfsemina og innleiða samkeppni, en þó þannig að flutningskerfin séu áfram í eigu hins opinbera. Á þessu sviði má sjá fyrir sér mörg verkefni í einkaframkvæmd. Athyglisvert er að hér á landi, þar sem orkulindirnar eru mjög verðmæt auðlind, hefur hið opinbera gætt þess alveg sérstaklega að skapa hvergi tækifæri fyrir einkaaðila í fjárfesting- um og rekstri. Þess hefur líka verið vel gætt að skapa einkaaðilum hvergi tækifæri til að koma að fjárfestingum og rekstri vatnsveitna og fráveitna. Skrifstofubyggingar Fjárfesting hins opinbera í skrifstofuhúsnæði er gríðarleg en það dregur úr þeim sveigjanleika sem leiguhúsnæði hefur upp á að bjóða. Langtíma- leigusamningur er í raun samningur um einka- framkvæmd. Húsnæði, sem þarfnast umtalsverðra endurbóta, má selja einkaaðila sem hluta af samningi um einkaframkvæmd sem fæli í sér end- urbyggingu og leigusamning til nokkurra ára. Auk þess mætti, með sama samningi, fela seljanda að annast ýmsa stoðþjónustu í byggingunni. Fangelsi hafa verið færð í hendur einkaaðila í öðrum löndum, ýmist með einkaframkvæmd eða útboð- um á rekstri. Söfn Fela má einkaaðilum að annast uppbyggingu og rekstur safna. Skólar Fela má einkaaðilum uppbyggingu og rekstur skólamannvirkja á öllum skólastigum, jafnvel sjálft skólastarfið. Rekstur leikskóla hefur verið boðinn út til einkaaðila með góðum árangri. Sjúkrahús og heilsugæslustöðvar Rekstur og bygging þeirra er umfangsmikið verkefni sem fallið getur ágætlega að þessum aðferðum. Ef ekki er áhugi á að fela verktaka lækningaþáttinn eða hjúkrun, má í það minnsta fela honum ýmsa stoðþjónustu, t.d. rekstur eld- húss og þvotta, þrif, öryggisgæslu, tölvuþjónustu, húsvörslu o.fl. Dvalarheimili aldraðra og hjúkrunar- heimili Eftir því sem þjóðin eldist eykst þörfin fyrir sér- hönnuð híbýli fyrir aldraða. Það má fela einka- aðilum að annast uppbyggingu og þjónustu á 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.