AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 27

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Síða 27
þessu sviði í mun ríkari mæli en nú er gert. Sambýli fatlaðra er stundum í einbýlishúsum sem hafa verið aðlöguð að þörfum íbúanna. Einkaaðilar geta hvort heldur sem er séð um út- vegun og rekstur húsnæðisins, eða tekið að sér rekstur sambýlisins líka. Meðferðarheimili fyrir börn og unglinga á vegum Barnaverndarstofu hafa verið í einkarekstri og á það við um útvegun húsnæðis, aðstöðu og rekst- ur. Þetta fyrirkomulag hefur tekist vel. Seljandi þjónustu, sem ríkið eða sveitarfélög gera samning við getur verið fyrirtæki sem sér- staklega er sett á fót til að annast framkvæmd samningsins. Aðilar að því koma oft úr ólíkum áttum. Verktakafyrirtæki hafa hagsmuna að gæta við að leita uppi verkefni á sviði einkaframkvæmd- ar því að í þeim felast jafnan umfangsmiklar verk- legar framkvæmdir í byrjun samningstíma. Verði þeim ágengt, leita þau eftir samstarfi við fjárfesta og sérfræðinga í rekstri á viðkomandi sviði. Fjár- festar hafa einnig í einhverjum mæli haft frum- kvæði að þátttöku í útboðum og í vaxandi mæli hafa rekstraraðilar frumkvæði að verkefnum á þeim sviðum sem einkaframkvæmd nær til. IÐNSKOLINN í HAFNARFIRDII Nýlokið er fyrsta útboði opinberra aðila hér á landi þar sem einkaframkvæmd var beitt. Var hér um að ræða samstarfsverkefni Menntamála- ráðneytis, Fjármálaráðuneytis og Hafnarfjarðar- bæjar vegna Iðnskólans í Hafnarfirði. Útboðið fólst í því að yfirtaka byggingar skólans við Flatahraun og Reykjavíkurveg, byggja við- byggingu við húsið að Flatahrauni, en finna annað verkefni fyrir húsið við Reykjavíkurveg sem er 1.042 fermetrar. Verkkaupi skuldbatt sig til að leigja skólahúsið við Flatahraun af verktaka í 25 ár, auk þess sem verktaki átti að sjá um allan rekstur þess, viðhald, endurnýjun búnaðar, þrif, húsvörslu, sorphirðu, mat- og kaffisölu, öryggis- gæslu o.fl. Þrír aðilar voru valdir í forvali til að bjóða í verk- ið. Þeir völdu allir að rífa núverandi húsnæði skól- ans við Flatahraun og byggja frá grunni nýja bygg- ingu. Við mat á tilboðum var lausnin metin 40% en verð 60%. Lægsta tilboðið var frá samstarfs- aðilunum Nýsi, ístaki og íslandsbanka að fjárhæð rúmlega 65,8 m.kr. á ári í 25 ár. Af þeirri fjárhæð er byggingakostnaður um 30%, fjármagnskostnaður um 30% og rekstrar- og viðhaldsverkefni um 40%. Lægsta tilboðinu var tekið og samkvæmt upplýs- ingum verkkaupa var það um 250-300 mkr. lægra yfir allan samningstímann en þeir höfðu gert ráð fyrir. Að þessu verkefni var vel staðið að hálfu Fjármálaráðuneytisins,Menntamálaráðuneytisins og Hafnarfjarðarbæjar. Auk þess sem Ríkiskaup unnu vel og faglega að þessu verkefni fyrir verkkaupann. Allt þetta verkefni er lærdómsferli sem á eftir að nýtast þeim sem hyggjast fara þessa leið. Af þessu verkefni má læra hvernig aðilar sem bjóða í verkið skipta verkum sín á milli og hvernig samningar um verkefnið eru upp byggðir. Verka- skipting milli aðila er sem hér segir: Iðnskólinn í Hafnarfirði, séð frá bílastæði. Fyrsta einkaframkvæmd á ísafirði. Stálgrindarhús, klætt með málmplötum að utan. Valið til útfærslu, úr boðkeppni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.