AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 34

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 34
STOÐUGREINING Þrátt fyrir að áhrif Hvalfjarðarganganna séu mjög afgerandi verður ekki framhjá því litið að ýmislegt annað er að gerast í umhverfi Borgar- fjarðar sem taka verður tillit til. Aukinn áhugi fólks á tómstundum og afþreyingu gefur t.a.m. ný tæki- færi í ferðaþjónustu. Stóriðjustefna stjórnvalda og endurskoðun á opinberum rekstri hefur bein áhrif á efnahag og starfstækifæri á landssvæðinu; þessar stjórnvaldsákvarðanir hafa einnig áhrif á ferðamál og búsetuskilyrði í víðari merkingu á landssvæðunum. Einföldun stjórnsýslu á sveita- stjórnastigi og sameining sveitarfélaga auðveldar ákvarðanir og samhæfingu aðgerða heimafólks. Alþjóðavæðing atvinnulífsins og viðskiptasam- ningar við aðrar þjóðir skapa nýja samkeppni á heimamarkaðnum, en opnar jafnframt möguleika á erlendum mörkuðum. Þessar ytri breytingar verða ekki greindar til hlít- ar án þess að bera þær saman við heimaað- stæður á hverju svæði. Þetta hefur verið gert í tveimur skýrslum sem gerðar hafa verið um framtíðarhorfur og atvinnumál í Borgarfirði, annars vegar Byggð við Borg, sem unnin var á vegum atvinnumálanefndar Borgarbyggðar, og hins vegar Byggð í sveit, sem unnin var fyrir hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar. í báðum skýrslum er lögð áhersla á að nýta kosti svæðanna til að höndla þau nýju tækifæri sem gefast og að lækna veiklei- ka svæðanna til að draga úr nýjum ógnunum sem steðja að. STEFNUNÓTUN OG MARKAOSSETN- ING Einhvers konar svót-greining (styrkleikar-veik- leikar-ógnanir-tækifæri) hefur á síðari árum orðið vinsæl aðferð til að meta stöðu landssvæða og undirbyggja ákvarðanir um þróunaraðgerðir. Þessari aðferð og fleiri tækjum stefnumótunar hefur verið beitt víða erlendis, sérstaklega í nokkr- um Evrópusambandslöndum, og í nokkrum héruð- um hérlendis. Þessar aðferðir hafa komið í staðinn fyrir hefðbundnar áætlanir, sem áður fyrr voru gjarnan unnar utan sjálfra svæðanna sem þær fjöl- luðu um. Þessari aðferðalegu breytingu hefur fylgt breyt- ing á hópi þátttakenda við þessa vinnu. Stefnu- mótunin er oftast unnin af heimafólki, jafnvel stórum hópum, sem taka einkum þátt í greiningu á innri þáttum atvinnulífs og félagslegra atriða. Þróunin hefur því verið í þá átt að heimafólk hefur tekið forystu um að móta stefnuna, og má spyrja hverjir séu í raun betur til þess fallnir. Þátttaka í stefnumótunarverkefnunum eykur skilning lykil- fólks í heimabyggð á hverju stefnan byggist og ýtir undir áhuga á að hrinda stefnunni í framkvæmd. í framhaldi af stefnumótun hafa landssvæðin unnið að markaðssetningu sem hentar stefnunni. Þar kemur fram á hvaða þætti svæðin munu leggja sérstaka áherslu, t.d. hvað varðar aðstöðu fyrir atvinnurekstur og almenna búsetu, svo og hvað svæðin munu hafa að bjóða í þjónustu og ferðamennsku fyrir fólk búsett annars staðar. í þessu felst að skerpa einkenni og ímynd svæð- anna og gera þau meira aðlaðandi fyrir þá hópa sem svæðið þarf á að halda. Enginn vafi er á að þessi forusta heimafólks og ábyrgð á stefnu í eigin málum er æskileg breyting frá fyrri háttum. Fyrir verkefnið Byggð við Borg tóku um 40 manns þátt í vinnuhópum, þar sem farið var yfir ýmis atvinnu-, félags- og menningar- mál. Niðurstöður þessara hópa mynduðu grunn að greiningu innri þátta, styrkleikum og veikleikum svæðisins, sem stýrihópur verkefnisins vann síðan nánar úr og tengdi við breyttar ytri aðstæður. ÁHERSLA Á FJÓRA ÞÆTTI Hvar liggja þróunarmöguleikar Borgarfjarðar- svæðisins? Auðvitað geta hefðbundnar atvinnu- greinar haldið áfram að þróast á svæðinu. Segja má að Borgarfjörður sé vel staðsettur fyrir opin- bera þjónustu allra Vestlendinga, og jafnvel fleiri. Reyndar geta hagræðingarkröfur ýmissa opin- berra fyrirtækja leitt til þess að starfsemi flytjist til höfuðstöðva þessara fyrirtækja, sem oftar en ekki eru staðsett á höfuðborgarsvæðinu. Þá hafa batn- andi samgöngur, og aukin umferð á öllum tímum árs, skotið styrkari stoðum undir ýmsa verslun og þjónustu í héraðinu. Á móti má ætla að sérhæfð verslun við heimafólkið muni að einhverju leyti færast til mesta þéttbýlisins. Nokkrir þættir í atvinnulífinu ættu að eiga bjartari daga fyrir höndum, ef rétt er á málum haldið. Matvælaframleiðsla, sem verið hefur öflug og mik- ilvæg á svæðinu, ætti að eiga vaxandi gengi að fagna með nábýlinu við höfuðborgarsvæðið. Nálægð við stærsta markaðssvæði landsins gefur rótgrónum framleiðslufyrirtækjum nýja möguleika í samkeppni við fyrirtæki annars staðar á landinu. Þekkingin sem fyrir er, og sambýlið við Landbún- aðarháskóla og rannsóknarstofnanir í landbúnaði og fyrirtækjarekstri, ætti að gefa fyrirtækjum á svæðinu og nýjum frumkvöðlum góða möguleika á vexti og nýsköpun. Samgöngubæturnar skapa nýja möguleika fyrir orlofshúsabyggðir og ferðaþjónustu. Með Hval- 32
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.