AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Qupperneq 35
fjarðargöngunum eru nokkur orlofshúsasvæði
Borgarfjarðar í álíka fjarlægð frá Reykjavík og vin-
sælustu svæðin í Árnessýslu. Til Borgarfjarðar eru
öruggari vetrarsamgöngur en austur yfir Hellis-
heiði. Mikið landrými er fyrir hendi á fallegum
stöðum, nálægt ýmsum náttúruperlum, og hafa
nokkrir landeigendur þegar skipulagt orlofshúsa-
svæði. Til umræðu hefur verið að auka þjónustu
við orlofshúsaeigendur, þannig að hún verði
hvergi betri á landinu.
Möguleikar ættu að hafa opnast til að bjóða lóðir
fyrir stærri og íburðarmeiri heilsárshús heldur en
venjuleg orlofshús. Eru þetta oft nefndar „óðals-
jarðir“, sem staðsettar eru í nágrenni þéttbýlis.
Gefa þær möguleika á að hafa húsdýr á lóðinni.
Ættu slíkar lóðir að henta sumum fjölskyldum sem
vilja koma sér upp tvöfaldri búsetu, innan og utan
þéttbýlis.
Samgöngubreytingarnar hafa einnig áhrif á
starfsemi mennta- og menningarsetra í Borg-
arfirði. Þær ættu að styrkja skólastarf í héraðinu á
flestum skólastigum, en í héraðinu eru m.a. stað-
settir tveir háskólar, á Bifröst og á Hvanneyri (þriðji
háskólinn, Kennaraháskólinn, er með endur-
menntunarsetur á Varmalandi). Þekkt eru erlend
dæmi um að nemendur sækist eftir skólavist utan
mesta skarkala þéttbýlisins, þar sem þeir geta ein-
beitt sér að námi sínu, öruggir um sjálfa sig og
börn sín. Þeir þurfa samt sem áður að njóta grunn-
þjónustu samfélagins. Þeir vilja vera nálægt
afþreyingu og fagurmenningu, sem er fjölbreyttust
í mesta þéttbýlinu. Fyrirtæki og stofnanir sækjast
ennfremur eftir að komast út fyrir mesta þéttbýlið
til að halda námskeið og fundi, þangað sem ekki
er of langt að fara. Skólarnir á Vesturlandi, sveitar-
félög, fyrirtæki og stofnanir hafa sameinast um
stofnun Símenntunarstöðvarinnar, sem staðsett er
í Borgarnesi og mun sinna þessum markaði.
Þannig opnar vegstyttingin ýmsa nýja möguleika
fyrir menntastarfsemi í Borgarfirði.
Að auki gæti skólastarfið, þ.m.t. rannsóknir og
ráðgjöf skólafólksins, orðið mikilvægur stuðnings-
þáttur við þróun annarra möguleika svæðisins.
ALDURSSAMSETNING
Öll landssvæði utan höfuðborgarsvæðisins
skortir ungt fólk. Hlutfall fólks á aldrinum 20-40 ára
er á þessum svæðum lægra en landsmeðaltalið.
Borgarfjörður er hér engin undantekning. Fámenn-
ið í þessum aldurshópum skilur eftir sig annað
skarð í aldurstré svæðanna, greinar yngstu barn-
anna, því í fámennu hópunum er einmitt fólkið á
barneignaraldri. Því skiptir það miklu máli fyrir
Borgarfjörð að fjölgi í þessum mikilvægu aldurs-
hópum ungs fólks.
í könnun, sem Ráðgarður gerði á vegum að-
standenda skýrslunnar Byggð við Borg meðal
fólks á aldrinum 20-40 ára á höfuðborgarsvæðinu,
kom fram mikill áhugi á að skoða bútsetu utan
höfuðborgarsvæðisins. Rúmlega helmingur svar-
enda sagði koma til greina að flytja út á land ef
áhugavert starf væri í boði. Þegar athugað var
nánar hvort fjarlægð búsetusvæðisins frá höfuð-
borginni skipti máli, kom í Ijós að um helmingur
þeirra sem áður svöruðu neitandi skipti um skoðun
Þegar athugað var nánar hvort
fjarlægð
skipti máli
og taldi flutning koma til greina ef staðurinn væri í
nágrenni höfuðborgarsvæðisins.
Þessi könnun var gerð áður en Hvalfjarðar-
göngin voru opnuð. Þar sem fjarlægðin frá höfuð-
borginni skipti greinilega máli má reikna með að
áhugi á búsetu í Borgarfirði hafi aukist meðal
þessa unga fólks eftir opnun ganganna. Með
aukinni umferð aukast kynni ungs fólks af
svæðinu, en í Ijós kom í könnun Ráðgarðs að um
65% svarenda töldu sig ekki þekkja mjög vel, eða
ekkert, til í Borgarfirði.
í þróun búsetusvæða er uppbygging og áhersla
á atvinnugreinar eitt. Styrking aldurshópa er
annað, ekki síður mikilvægur þáttur. Hægt er að
stuðla að fjölgun í ákveðnum aldurshópum með
því að bæta búsetuskilyrði sem beinlínis henta
þeim. Þannig kom fram í ofangreindri könnun að til
viðbótar við atvinnumöguleika maka töldu svar-
endur mest um vert að búsetusvæðið hefði að
bjóða menntunar- og íþróttaaðstöðu fyrir börn og
unglinga, góða heilbrigðisþjónustu, næg leik-
skólapláss og útivistarmöguleika, í þessari röð.
BREYTINGAR NÝTTAR
Af framansögðu ætti að vera Ijóst að nýjar
aðstæður hafa skapast fyrir þróun atvinnu- og
félagsmála í Borgarfirði. Breytingar sem orðið hafa
og aðrar sem eru fyrirséðar munu geta haft veru-
leg áhrif á atvinnutækifæri og búsetuskilyrði á
landsvæðinu. Stærsta einstaka breytingin er opn-
un Hvalfjarðarganganna. Góðir möguleikar eru á
að nýta þessar breyttu aðstæður til framþróunar
svæðisins. Hversu vel það tekst fer að miklu leyti
eftir framlagi og útsjónarsemi heimamanna. ■
33