AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 38
hugmyndir um að auka fjölbreytni þjónustu á sviði heilsuræktar við þær og samnýta þannig umhverfi og aðstöðu. Vegna þeirrar áherslu sem lögð hefur verið á uppbyggingu útilauga fyrir almenning hefur dregist að koma upp keppnisaðstöðu fyrir sundíþróttina sem stenst alþjóðlegar kröfur. í samkeþþni þessari var því óskað eftir hugmyndum að yfirbyggðri keppnislaug er tengjast skyldi núverandi mann- virkjum Laugardalslauganna. í forsögn var jafn- framt óskað eftir tillögu að því hvernig einkarekin heilsuræktarstöð gæti hugsanlega tengst starf- semi og útisvæðum lauganna. Segja má að í tillögu þeirri sem hér er sýnd og hlaut fyrstu verðlaun sé mikil áhersla lögð á tengingu hugsanlegrar einkarekinnar þjónustu- starfsemi á sviði heilsuræktar við laugarnar. í end- anlegri mynd sér höfundur fyrir sér hringlaga bygg- ingu með innri göngugötu er tengi saman rekstr- araðila sem bjóða ýmsa heilsubætandi þjónustu. Bygging þessi myndi í fullri stærð umlykja laugar- svæðið og tengjast áhorfendastúku að austan- verðu. Þannig myndar hún lokaðan garð með laugum, þottum, sólbaðslautum og boltavöllum. Bygging og garður verða þannig ein heild sem ekki verða að skilin.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.