AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 47
ORUGLAÐIR REITIR
„Clip-in“- og „Clip-in tech-tile“kerfin bjóða upp á
nánast ótæmandi möguleika. Munurinn á kerfun-
um felst í prófíllausu útliti „Clip-in“kerfisins sem
hefur slegið rækilega í gegn. Galdurinn felst í dul-
dum loftfestingum, en ferningslaga fletirnir krækj-
ast auk þess hver við annan. Engu að síður er ein-
falt að losa hvern og einn þeirra með lítilli fyrirhöfn.
„Clip-in tech-tile“kerfið býður hönnuðinum hins
vegar upp á marga útlitsmöguleika þar sem
prófílar og ferningslaga plöturnar leika aðalhlut-
verk; uppsetningamöguleikarnir eru nánast
endalausir.
Ferningarnir eru fáanlegir í þremur stærðum:
600x600mm, 625x625mm og 675x675mm, en 8
mm breið og jafndjúp rönd umkringir hvern þeirra.
„Lay-on“kerfi Vektron svipar að mörgu leyti til
„Clip-in“kerfanna - Ijósin eru innbyggð og hönnuð-
urinn ræður stærð ferhyrninganna. Einingarnar
eru hins vegar lagðar ofan á festingarnar, ólíkt
smellukerfi „Clip-in“kerfanna. Þær geta verið allt
frá 30 til 40 sentimetrar að breidd og allt að 1,8
metrar að lengd.
OTELJANDI LYSINGARMOGULEIKAR
Lýsingarbúnaðurinn frá Kreon fullkomnar kerfið
og gefur kost á jafnmörgum möguleikum og loft-
kerfin sjálf. Boðið er upp á hefðbundna lágspennta
halógenkastara, flúrlampa, sparperulampa, eða í
sem stystu máli, allt Kreonlampakerfið eins og það
leggur sig, innbyggt í loftið. Auk þessa býður
Vektron upp á nýstárlegt dagsljósakerfi frá Kreon
sem endurkastar dagsbirtunni inn í herbergið í öf-
ugu hlutfalli við tilbúna birtu. Dagsljósakerfið er
orkusparandi og birtan sjálf er að mörgu leyti holl-
ari en tilbúið Ijós, en nokkuð sérstæðar aðstæður
þarf til að geta nýtt þetta framúrstefnulega kerfi.
Það er þó vissulega vel þess virði að kynna sér
fyrir ókomin verkefni, sérstaklega fyrir framsækna
arkitekta.
FAGLEG VINNUBROCO
Þegar innanhússhönnuðir eða arkitektar hérlendis
hafa lokið hugmyndavinnu sinni skila þeir drögun-
um til innflytjanda Vektrons, sem sendir upplýsing-
arnar áfram til framleiðandans. Hönnunin er full-
unnin erlendis í þar til gerðu tölvukerfi og send til
baka með heildarlausn bæði fyrir loft og lýsingar-
búnað (einnig er gert ráð fyrir hátölurum, loftræsti-
kerfi eða úðurum eftir þörfum). Þar sem einingar-
nar í loftkerfin eru mjög fjölbreyttar og hannaðar
„Heildarlausn er töfraorðið"
fyrir hvert og eitt verkefni getur tekið lengri tíma að
nálgast fullbúna afurðina en hefðbundnar, fyrir-
framsniðnar einingar. Því er betra að hafa örlítið
lengri tíma til stefnu en venjulega við innpöntun.
Það skilar sér aftur á móti margfalt til baka þar
sem kerfið er sérhannað fyrir hvern og einn,
notendavænt og á mjög samkeppnishæfu verði.
FAGMENN RUGLA REITUM
Með því að sameina loft- og lampaframleiðsluna
næst allt í senn: Meiri hagræðing, betri framleiðsla
og fallegri vara. Kreon hefur lengi framleitt há-
gæðalampa með áherslu á fallega hönnun, og nú
hafa loftkerfi Vektrons bæst við framleiðsluna.
Þannig eru tvö verkefni leyst í einu og útkoman
hefur slegið rækilega í gegn. Viðtökur nýja kerfis-
ins hafa farið fram úr björtustu vonum og gefa
heildarlausnum af þessu tagi byr undir báða
vængi.
Frekari upplýsingar fást hjá S. Guðjónssyni ehf.,
innflutningsaðila Vektrons og Kreons á íslandi. ■
45