AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Blaðsíða 55
Þættir sem hafa áhrif á INNANH Þegar þættir, sem hafa áhrif á líðan fólks innanhúss, eru skoðaðir þá kemur í Ijós að vandamálin geta verið mörg en þau geta einnig verið margvísleg. Af þessum sökum þá höfum við hjá Vinnueftirliti ríkisins reynt að komast að rót vandans með því að nálgast vandamálið í áföngum og þar með að nota útilokunaraðferðina. Þótt leitin að vandanum sé gerð í áföngum og hinir ýmsu þættir flokkaðir niður þá geta þeir spilað saman á margvíslegan hátt. Eftirfarandi þættir hafa áhrif á líðan fólks innan- húss: eðlisfræðilegir þættir, efnafræðilegir þættir, líffræðilegir þættir og félagslegir og andlegir þætt- ir. EÐLISFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR Meðal mikilvægustu eðlisfræðilegu þáttanna eru hiti og raki. Þegar veittar eru ráðleggingar um hitastig, t.d. við kyrrsetuvinnu, er mælt með að hitastigið sé á bilinu 18°-22°C, best 20°-21°C. Hér ber þó að hafa í huga að kjörhiti (ákjósanlegt hitastig) lækkar þegar líkamlegt álag eykst. Gott er að tryggja jafna varmadreifingu í vinnuhúsnæðinu og fyrirbyggja dragsúg til að sporna við óþægind- um. Líkaminn lagar sig að raka, sem er á bilinu 20- 70%, en rakastigið er þægilegast á bilinu 30%- 50%. Líklegt er að við lágt rakastig finni fólk fyrir vanlíðan vegna þurrks í efri hluta öndunarfæra. Slíkur þurrkur getur stafað af aukinni rykmyndun við lágt rakastig fremur en af beinni uppgufun raka úr slímhimnum. Ekki er ráðlagt að nota rakatæki til að auka raka í innilofti vegna hættu á bakteríu- og sveppagróðri nema fullnægjandi eftirlit og viðhald sé tryggt. Ryk er enn annar eðlisfræði- legur þáttur sem getur haft áhrif á líðan fólks. M.a. þarf að huga að teppum, tauáklæð- um, efnum í skilrúmum, milliveggjum, klæðningu á veggjum og í loftum. í þessu tilliti eru þrif mikil- vægur þáttur. Þessir þættir: líðan fólks hiti, raki og ryk ge síðan haft áhrif hver annan þannig að ma földunaráhrif verða, þ.e. að loftgæðum getur hrakað verulega við litla breyt- ingu. EFNAFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR Samlagningaráhrif gilda um efni sem hafa sömu áhrif á líkamann. Þetta á t.d. við um lífræn leysiefni þar sem leggja má saman magn lífrænna efna og finna þannig svokallað mengunarálag. Uppgufun lífrænna efna er þannig einn af þeim efnafræðilegu þáttum sem geta virkað á inniloft. Uppgufun efnanna getur verið úr innréttingum, lími, fúgu, lakki o.fl. Aðrir efnafræðilegir þættir í innilofti geta verið lofttegundir eins og koltvísýr- ingur (koldíoxíð) og kolsýrlingur (kolmónoxíð). Koltvísýringur losnar við öndun og ef loftskipti eru ekki næg hækkar styrkur hans of mikið, þá versna gæði loftsins og loftið virðist þungt. Tiltölulega auðvelt er að mæla styrk koltvísýrings og því er hann notaður til að meta loftgæði. Styrkur í hreinu útilofti er 350 ppm (ppm = milljónustu hlutar („parts per million") af ákveðinni einingu; t.d. samsvarar 1 ppm einum lítra af lofttegund í milljón lítrum and- rúmslofts). í skrifstofuhúsnæði eða á heimilum er miðað við að hámarksgildi koltvísýrings fari ekki yfir 1000 ppm. Kolsýrlingur er t.d. í tóbaksreyk og er auk þess eitt af efnum í útblæstri bíla. Ef húsnæði er við mikla umferðargötu eða mikið er reykt í húsnæð- inu getur það haft afgerandi áhrif á loftgæðin. Ef kolsýringur er í of miklu magni í andrúmsloftinu veldur það oft vanlíðan, t.d. höfuðverk og svima. LfFFRÆÐILEGIR ÞÆTTIR Nokkrir líffræðilegir þættir geta einnig haft áhrif á inniloftið, eins og smámaurar, mygla, brot úr ör- verum og sveppum sem einkum eru tengd vanda- málum eins og ofnæmi. FÉLAGSLEGIR OG ANDLEGIR ÞÆTTIR Um flokk eins og félagslega og andlega þætti 53 FRIÐJON VIÐARSSON, LIFFRÆÐINGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.