AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 58
HJÖRDÍS SIGURGÍSLADÓTTIR , ARKITEKT
A Ð SKAPA UMHVERF
OSTABÚÐIN SKÓLAVÖRÐUSTÍG
VERKEFNIÐ
fólst í því að skipuleggja og hanna innréttingar fyrir verslun Osta- og smjörsölunnar í fremur litlu hús-
næði neðarlega við Skólavörðustíg í Reykjavík. Auk hönnunar var arkitektinum jafnframt falin verkefna-
stjórnun, öflun tilboða og eftirlit með framkvæmdum. Versluninni er fyrst og fremst ætlað að selja afurðir
Osta- og smjörsölunnar svo og ýmsar vörur og áhöld tengd ostamenningunni er blómstrað hefur hér-
lendis á síðustu árum.
Koma þurfti fyrir og skapa umgjörð utan um fjölda tækja og fyrirferðarmikinn búnað, svo sem kæli-
borð og kæliskápa, sem eru ekkert sérstakt augnayndi. Miklar kröfur eru gerðar til hreinlætis í
matvælavinnslu og skyldi frágangur allur og efnisval taka mið af því.
INNRA SKIPULAC
Valin var sú leið að skipuleggja verslunina á um 60 m^ svæði á tveimur pöllum og er aðalverslunin á
þeim efri en sérvörur, áhöld og fleira á þeim neðri en þar er jafnframt aðstaða fyrir viðskiptavini til að
tylla sér niður og skoða matreiðslubækur. Pallarnir eru sjónrænt tengdir með langri mjórri rauf þvert yfir
vegginn, sem aðskilur pallana. Afgreiðslukassinn er staðsettur miðsvæðis á efri palli. Allt veggpláss er
nýtt til hins ítrasta undir hið fjölbreytta vöruúrval en gólfið er ætlað viðskiptavinum. Auk verslunarrýmis
eru geymslur og aðstaða fyrir starfsfólk í bakrými.