AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 59
N G U
SPIL ANDSTÆÐRA FORMA OC EFNA
íslensk matvæli hafa ímynd hreinleika, hollustu og óspilltrar náttúru og var leitast við að endurspegla
þau gildi í allri hönnun, efnis- og litavali. Allt er úthugsað og sérhannað: innréttingar, lampar, Ijósaskilti
og jafnvel kúnnastóllinn. Samspil andstæðra efna, stáls og trés, svo og mjúkra og hvassra forma eru
alls ráðandi. Einfaldleika í efnis- og litavali er ætlað að gefa samræmdan heildarsvip. Aðalefnin eru
olíuborið beykilímtré og ryðfrítt stál, hvort tveggja hentugt frá hreinlætissjónarmiði fyrir matvælaiðnað.
Gólfið er lagt bergbláum flísum en Ijósir litir veggja og lofta endurspegla hreinleika. Niðurhengdar
bogadregnar stálplötur minna á skýjabólstra en loftljósin á stjörnubjartan himin.
HÖNHUN OG ÍSLENSkT HANDVERK
Hjördís Sigurgísladóttir stundaði nám í arkitektúr í Bretlandi og Bandaríkjunum. Að loknu námi starf-
aði hún um árabil á arkitektastofum í Chicago, London og Amsterdam. Hjördís rekur nú arkitektastofu-
na Arkitektar Hjördís og Dennis í Reykjavík ásamt Dennis Jóhannessyni en hann var jafnframt sam-
starfsmaður hennar í verkinu. Smíði öll er unnin af íslenskum handverksmönnum. Stálsmíðin lék í
höndum Járnsmiðju Óðins Gunnarssonar en trésmiðjan Beyki skilaði vandaðri trésmíði. Ljóstæknilega
ráðgjöf veitti Helgi í Lúmex. Ljósmyndirnar tók: Spessi. ■.