AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Side 64
bæði til rannsókna og vinnslu verkefna fyrir
iðnaðinn. Verið er að byggja upp rannsóknarstofu
fyrir umhverfisvæna hönnun sem ekki er eiginleg
rannsóknarstofa, en miðstöð hugbúnaðar, þekk-
ingar og tengsla við aðra háskóla á þessu sviði. Af
nýjum rannsóknarverkefnum má nefna:
Fagurfræðilegar kröfur í hönnunarforsendum og
aðferðir til sköpunar og þróunar nýrra hugmynda.
INSTITUTT FOR PRODUKTDESIGN
Hönnunarstofnunin (IPD) var formlega stofnuð
árið 1994 og heyrir undir vélaverkfræðideildina.
Flutt var inn í nýtt sérhannað hús á háskóla-
svæðinu haustið 1996, þar sem nemendur og
kennarar hafa góða vinnuaðstöðu. Húsið er 2400
og inniheldur kennslustofur, tölvusal, verk-
stæði og skrifstofur.
Fjöldi fastra kennara er 6, nemendur í doktors-
námi eru 4 og aðrir starfsmenn 3.
LOKAORÐ
Fyrstu verkfræðingarnir frá hinni nýju námsbraut
hafa nú starfað í eitt ár í eða með norskum iðn-
fyrirtækjum. Ennþá er of snemmt að slá föstu hver
áhrif hinnar nýju deildar verða á iðnaðinn, há-
skólaumhverfið og almenna þjóðfélagsumræðu,
en sjá má vísbendingar um ákveðna þróun.
I Með auknum rannsóknum verður faglegur
grunnur iðnhönnunarstarfsins tryggari.
I Markvisst og vel skilgreint hönnunarferli er
grundvöllur að því að tryggja vörugæði.
I Tæknileg iðnhönnun byggist á samspili heild-
rænnar nálgunar iðnhönnuða og verkfræðilegra
vinnuaðferða. Þessi þverfaglega nálgun er þegar
farin að hafa áhrif á uppbyggingu og framkvæmd
náms í öðrum verkfræðigreinum.
I Fólk með próf í tæknilegri iðnhönnun mun
frekar verða ráðið til starfa í þróunardeildum fram-
leiðslufyrirtækja en þeir sem lokið hafa hefð-
bundnu iðnhönnunarnámi. Með þessu mun skil-
ningur á mikilvægi iðnhönnunar aukast í
fyrirtækjunum og hönnunarstörfum í þjóðfélaginu
fjölga verulega.
I Góð hönnun er lykillinn að því að hægt sé að
reka frarmleiðsluiðnað hvar sem er í heiminum ■
HEINILDIR:
Per Boelskifte & Sigurd Storen, Etableringen av Institutt
for produktdesign, i Teknologi for samfunnet, NTNU 97
sjá: http://www.ntnu.no/infoavdelingen/nthbok/ Internet-
síður kennara og nemenda. http://design.ntnu.no/
SINDRI
-Þegar byggja skal með málmum
Borgartúni 31 • 105 Rvík • sími 575 0000 • fax 575 0010 • www.sindri.is