AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 66

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.1999, Page 66
VERKEFNISSTJÓRN VIÐ STÆKKUN FLUGSTÖÐVAR LEIFS EIRÍKSSONAR STÆKKUN Flugstöðvar Leifs Eirihssonar byrjun árs 1996 tók ríkisstjórn íslands ákvörðun um að Flugstöð Leifs Eiríkssonar skyldi stækkuð og var Framkvæmdasýslu rík- isins falinn undirbúningur og umsjón með verkinu. Flugstöð Leifs Eiríkssonar var byggð á árunum 1983-1987 og er orðin of lítil til að anna vaxandi flugumferð. Árlegur fjöldi farþega um stöðina er nú um 1,2 milljónir og er reiknað með að vöxturinn næstu ár verði a.m.k. 6% á ári. Stefnt er að því að ísland taki fullan þátt í Schengen-samstarfinu á næstu árum. Samstarfið felst í því, að landamæri aðildarlanda ESB og EES, að Bretlandi og Sviss undanskildu, verði í flugstöðinni. Því er þörf á enn ítarlegri hönnun hvað varðar farþegaflæði um flugstöðina, þannig að hún haldi áfram að þjóna hlutverki sínu sem tengistöð. í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnar- innar ákvað utanríkisráðherra að efna til opinnar samkeppni meðal arkitekta um stækkun flugstöðv- arinnar. Samkeppni þessi skyldi felast í hönnun á stækkun flugstöðvarinnar í tveimur áföngum þar sem hafist yrði handa við 1. áfanga að hausti 1999. Leitað var að hugmynd þar sem útlit, tengsl við eldri byggingu, gott flæði og ýmis hagkvæmn- isjónarmið yrðu leyst á skynsamlegan hátt. Samkeppnin var auglýst þann 13. september 1998. Hún var öllum opin og vegna umfangs verksins var hún auglýst á hinu Evrópska efna- hagssvæði. Alls bárust 15 tillögur og voru þær allar teknar til dóms. Þær voru mjög misjafnar að gæðum og fljótlega kom í Ijós að sumar tillagn- anna stóðust ekki þær grundvallarkröfur sem gera verður til flugvallarbygginga. Dómnefnd tók tillög- urnar til umfjöllunar í ársbyrjun 1999, og varð það niðurstaða hennar að velja úr þrjár tillögur og fara með þær á annað þrep samkeppni. Eftir að höf- undar þessara þriggja tillagna höfðu skilað inn lausnum á nýjan leik tók dómnefnd þær til umfjöll- unar.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.