AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 35

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 35
THE “SETTLEMENT HALL” IN AÐALSTRÆTI Reykjavík sem verksmiðjuþorp um 1770 nokkru áður en kaupstaðar var þar stofnaður. Tugthúsið er hvíta húsið á Arnarhóli (Stjórnarráðshúsið í dag) reist 1759-1764 og neðan þess rennur lækurinn. Fyrir miðri mynd er Reykjavíkurkirkja (Víkurkirkja) og umhverfis hana kirkjugarðurinn, Víkurgarður oft nefndur Bæjarfógetagarður. Aðalstræti liggur á milli kirkjunnar og Aðalstrætis 16 sem er timburhús en torfbærinn er Aðalstræti 18 eða Ullarstofan. ornið þar sem Aðalstræti og Túngata mætast hefur lengi verið mönnum hug- leikið og oft og tíðum hafa skapast miklar umræður um svæðið. Eftir því sem best er vitað reistu fyrstu landnámsmennirnir sér bústað á þessum slóðum og því eðlilegt að skoðanir um framtíð svæðisins séu skiptar. Á meðan sumir hafa viljað mikla uppbyggingu á horninu hafa aðrir viljað gera sem minnst. Á árinu 2000 sóttu Innréttingar ehf. um leyfi til borg- aryfirvalda að fá að reisa hótel á lóðunum Aðalstræti 14-18 og Túngötu 2-4. Tillögunni var vel tekið enda í fullu samræmi við Þróunaráætlun miðborgar en þar er lögð áhersla á að efla hvers kyns þjónustu í þessum hluta Kvosarinnar. Áður en framkvæmdir gátu hafist var þó talið nauðsynlegt að rannsaka svæðið ítarlega enda Ijóst að talsvert af fornminjum væri þar að finna. Við fornleifauppgröft kom í Ijós skáli sem er sá stærsti af þremur víkingaaldaskálum sem vitað er um á bæj- arstæði Reykjavíkur. Hann er að flestu leyti dæmigerð- ur fyrir íveruhús frá víkingaöld en í honum er þó óvenju- legt eldstæði og sérstakt grjót í veggjum og er skálinn elsta þekkta dæmið um það byggingarlag sem síðar varð allsráðandi í gerð íslenskra torfhúsa1. Ekki fannst mikið af munum en einna merkilegast í þeim efnum voru 3 rostungstennur og nokkrir innfluttir gripir s.s. klé- berg. í Ijósi þessa ákváðu borgaryfirvöld að nýta þetta ein- staka tækifæri til að gera sögu borgarinnar sýnilegri en hún er í dag. Ákveðið var að byggja yfir víkingaalda- skálann og útbúa sýningu sem byggist á þessum merka fundi ásamt vitneskjunni um upphaf borgarinnar sem fengist hefur úr fyrri fornleifarannsóknum. Hönnuðir hótelsins, Teiknistofan Skólavörðustíg 28 sf. og Lands- lag ehf hönnuðu rýmið og aðgengi að því en þar var mönnum nokkur vandi á höndum enda flókið að nálgast 33 ANNA MARGRÉT GUÐJÓNSDÓTTIR, MENNINGARFULLTRÚI

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.