AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 40

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 40
í lagi hefur starfsemi á Miðbakka og Austurhöfn verið takmörkuð - eða afmörkuð við þætti sem tengjast í fáu daglegu lífi borgarbúa. Á sumrin hafa reyndar skemmti- ferðaskip lagst að Miðbakka, og þar hafa verið haldnar hátíðir á sjómannadaginn og hafnardaginn, en fáir hafa átt þangað erindi. Samanborið við aðra hluta hafnarinn- ar, t.d. við Grandagarð, hefur þessi hluti hafnarinnar verið fremur sviplaus og afskiptur. Samkeppni um skipulag miðborgar og hafnarsvæðis við Miðbakka Fyrir nokkrum misserum komu fram hugmyndir um að staðsetja tónlistarhús, sem áður stóð til að reisa í Laugardal, við Austurhöfnina. Við nánari skoðun ákváðu ríki og borg í sameiningu að samþætta upp- byggingu fyrir tónlistarstarfsemi, ráðstefnuhald og hótel- og veitingaþjónustu, þannig að þessir þættir gætu styrkt hver annan. í byrjun árs 1999 samþykktu ríkisstjórn íslands og borgarráð Reykjavíkur að beita sér fyrir byggingu tónlistarhúss, ráðstefnumiðstöðvar og hótels (TRH) í miðborginni. Þar sem um er að ræða eitt stærsta skipulags- og byggingaverkefni síðustu ára í miðborg Reykjavíkur, samþykkti borgarráð Reykjavíkur að efna til hugmynda- samkeppni um skipulag lóðarinnar og nærliggjandi svæða við Austurhöfn í samstarfi við Arkitektafélag íslands (AÍ). Með því að efna til hugmyndasamkeppni vildi Reykjavíkurborg kalla fram valmöguleika um skipulag og nýtingu svæðisins og marka umgjörð fyrir þá fjár- festingu og uppbyggingu sem þar yrði efnt til. Fyrir lá að uppbygging á svæðinu yrði að stórum hluta til á vegum einkaaðila og að uppbygging, sem opinberir aðilar myndu kosta, yrði unnin í einkaframkvæmd. Ef vel tæk- ist til myndi hugmyndasamkeppni laða fram mismun- andi hugmyndir og valkosti, sem myndu gera borgar- yfirvöldum betur kleift að skilgreina markmið og framtíð- arsýn fyrir svæðið, um leið og markaður yrði tiltekinn rammi sem fjárfestum gæfist síðar kostur á að útfæra nánar í tilboðum sínum um fullnaðaruppbyggingu svæðisins. Meðal þátta sem mikilvægir voru í þessu tilliti voru skipulag svæðisins og fyrirkomulag TRH á lóðinni, umferðarmannvirki, aðkoma akandi og gangandi, þétt- leiki byggðar, tenging við miðbæinn annars vegar og höfnina hins vegar, og fyrirkomulag verslunar, þjónustu og afþreyingar. Tillögurnar í lok janúar lauk sýningu á tillögum í hugmynda- samkeppninni. Þar gat að líta ótalmargar og fjölbreyttar tillögur. Þátttaka var góð og þátttakendur komu víða að. Ein tillaga hlaut fyrstu verðlaun, þrjár tillögur hlutu þriðju verðlaun, og að auki voru keyptar inn tvær tillögur. Höfundar vinningstillögunnar voru: Guðni Tyrfingsson, Lotte Elkjær, Mikel Fischer-Rassmussen og Lasse Grosböl, arkitektar frá Danmörku. í umsögn dóm- nefndar um tillöguna segir m.a. eftirfarandi Tillagan sýnir sannfærandi lausn á því flókna við- fangsefni samkeppninnar að tengja saman byggð og byggðamynstur Kvosarinnar við skipulag svæðisins og hið flókna samspil og fyrirkomulag TRH sem ítarlega er gerð grein fyrir í keppnislýsingu. Ennfremur lýsir tillagan á einfaldan hátt að hvorttveggja er mögulegt, að koma TRH fyrir á svæðinu og virða grundvallarforsendur samkeppninnar um umferð, hagræn sjónarmið og ekki síst starfsemi á hafnarsvæðinu. Tillagan lýsir borginni sem „aflvaka”. í henni er lögð áhersla á hið græna belti frá suðurhlíðum Öskjuhlíðar niður í Kvosina, sem liggur milli hæðanna tveggja í aus- tri og vestri, Landakotshæðar og Þingholtanna. Þar verður byggingin, sem brotin er upp í mismunandi byggingarform, áberandi í umhverfi sínu og tengir á mjög kröftugan og sannfærandi hátt saman borgina og sjóinn. Tillaga að fyrirkomulagi og byggingum gefur fyrirheit um glæsilega hönnun sem teygir sig yfir á Lækjartorg og kemur m.a. fram í léttum svífandi þak- flötum yfir starfsemi á torginu fyrir strætisvagnastöð og aðkomu að TRH. Hugmyndin er mótuð eins og landslag í borg, bylgja sem brotin er upp í minni hluta. Þetta skapar bæði sterka sjónræna ímynd bygginganna og tengir svæðið á afar sannfærandi hátt við Kvosina með breiðum undirgöngum eða hallandi torgi undir Geirsgötu. Undir- göngin eru hluti bylgjunnar sem hefst við Hafnarstræti og lýkur yfir höfninni... Á Miðbakka er gert ráð fyrir byggingum fyrir menning- arstarfsemi, kaffihúsum og þess háttar starfsemi... TRH byggingunum er stillt upp í kringum torg þar sem mismunandi starfsemi bygginganna tengist saman á skýran og sannfærandi hátt. Byggingarnar sem opnast í allar áttir að umhverfi sínu verða á eðlilegan og áhrifamikinn hátt hluti af strandlínu borgarinnar þar sem tónlistarsalurinn er hápunkturinn. Það var dómnefndinni nokkur léttir að fram kom til- laga sem svaraði þeim skilyrðum sem sett voru fram í samkeppnislýsingu - tillagan þótti skapa góðan ramma um þau fjölmörgu atriði sem leysa þyrfti í tengslum við verkefnið. 38
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.