AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Síða 45
sjálfbærni á heimsvísu voru skoðuð áhrif á líffræðilega fjöl- breytni, samgöngur, sam- göngumáta, heildar orkunotkun og svæðisbundin loftgæði. Hver þessara þátta var síðan skoðaður nánar með tilliti til tiltekinna mælikvarða. Dæmi um mælikvarða sem tengjast opnum svæðum eru áhrif á stærð og fjölda opinna svæða, gæði þeirra og græna trefilinn. Helstu niðurstöður umhverfismatsins LÍFSGÆÐI OG NÆRUMHVERFI ÆSKILEG ÁHRIF EÐA ÚTKOMA ÞÆTTIR TIL ATHUGUNAR VERNDA1 MINNKA BÆTA HEPPILEG STAÐSETN. Opin svæöi • StaBfð og fjöldi opinna svæða • Gæði opinna svæða • Grænn trefill / tengingar Heilsa • Staðbundin loftgæði • Aðstaða til afþreyingar • Útblástur farartækja • Framkvæmdir viðkvæmar fyrir hávaóa • Framkvæmdir sem valda hávaða • Hávaðasamar Iþróttir • Gæöi drykkjarvatns • Hávaði Öryggi • Öryggi og öryggistilfinning • Öryggi á götum & vegum • Hönnun & skipulag þéttbýlis • Skipulag göngu- og hjólaleiöa lagið hvílir á eru: • Reykjavík sem höfuðborg • alþjóðleg borg • vistvæn borg. Undir þeim eru skilgreind fjögur markmið og leiðir undir þeim. Markmiðin eru að stuðla að öflugu atvinnulífi, auka gæði byggðar, leggja áherslu á hagkvæma nýt- ingu lands og þjónustukerfa og að samgöngur verði skilvirkar, öruggar og vistvænar. Öll markmiðin miða að sjálfbærri þróun og skila að mestu jákvæðum áhrifum á umhverfi, efnahag og fé- lagslega þætti. Þær leiðir sem farnar eru til að fram- fylgja markmiðunum uppfylla einnig í öllum meginat- riðum kröfur um sjálfbæra þróun. Gott innbyrðis sam- ræmi er milli markmiða og leiða aðalskipulagsins. í nokkrum tilvikum þarf þó að gæta að útfærsluatriðum. Ef miðað er við núgildandi aðalskipulag, er óhætt að segja að sú aðalskipulagstillaga, sem hér liggur fyrir, færi Reykjavík nær því að vera sjálfbær borg. Þar vegur þyngst áhersla á vaxtarmörk og þéttingu byggð- ar, aukinn þéttleika, skilmálar um gæði byggðar og áhersla á vistvænar samgöngur. Engin markmið eða leiðir í aðalskipulaginu geta talist andstæð sjálfbærri Þróun, þar sem hvergi er um að ræða óafturkræf áhrif á höfuðstól náttúrulegra auðlinda, efnahag eða samfélag. Þetta umhverfismat Aðalskipulags Reykjavíkur 2001- 2024 var unnið undir lok skipulagsvinnunnar, þegar stefnumið, markmið og leiðir höfðu endanlega verið ákveðnar. Sú aðferðafræði sem beitt var við umhverfis- matið, byggir á reynslu frá þeim löndum sem lengst eru komin á þessu sviði. Aðferðafræðin er betur til þess fallin að gera upp á milli valkosta og nýtist því best ef hún er nýtt samhliða skipulagsferlinu. Við þessar kring- umstæður verður hagnýting aðferðafræði umhverfis- matsins lík gátlista og gildi hennar felst þannig fyrst og fremst í öryggi um að skipulagsyfirvöldum hafi ekki yfir- Viðmið við mat á sjálfbærri þróun - Mynd: Dæmi um mælikvarða sem hægt er að setja fram við mat á sjálfbærni skipulagsáætlunar. sést að fjalla um mikilvæg atriði. Umfjöllunin er þá enn- fremur að mestu eigindleg. Rétt er að árétta að tals- verður hluti umhverfismatsvinnu er í eðli sínu huglægur og byggður á mati þeirra aðila, sem tóku þátt í vinnunni. Breytti umhverfismatid vinnu við Aðal- shipulagið? Reynsla okkar hjá Reykjavíkurborg er sú að umhverf- ismatið á Aðalskipulaginu 2001-2024 hafi gert ákvörð- unartöku skýrari og markvissari. Betri yfirsýn hafi feng- ist varðandi umhverfisáhrif tillögunnar, sem hafi gefið svigrúm til breytinga. Með þessari vinnu er kominn grunnur að verklagi við umhverfismat fyrir skipulagsáætlanir í Reykjavík á aðal- og deiliskipulagsstigi og við mat á áhrifum framkvæmd- a á skipulagsstigi. Þannig nýtist þessi brautryðjenda- vinna strax í framhaldi og mun skila sér í markvissari vinnubrögðum og gagnsæjari ákvörðunartöku í náinni framtíð. Umhverfismat mun því verða unnið samhliða skipulagsvinnu í framtíðinni hjá Reykjavíkurborg. Hverjrir unnu umhverfrismatrið? Umhverfismatið var unnið af ráðgjafarfyrirtækinu ALTA, fyrir skipulags- og byggingarsvið Reykjavíkur- borgar og í samráði við umhverfismatsteymi sviðisins. Ráðgjafar á vegum ALTA voru Halldóra Hreggviðsdóttir, verkefnisstjóri, Sigurborg Kr. Hannesdóttir og dr. Riki Therivel hjá Levett-Therivel. Starfsmenn skipulags- og byggingarsviðs voru Ingibjörg R. Guðlaugsdóttir, verk- efnisstjóri, Bjarnfríður Vilhjálmsdóttir, Björn Axelsson og Haraldur Sigurðsson. Auk þess var Hjalti Guðmundsson hjá umhverfis- og tæknisviði, verkefnis- stjóri Staðardagskrár 21 hjá Reykjavíkurborg, með í hópnum. ■ 43
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.