AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 55
ustu upplýsingatækni og framfara á sviði líf- og heilsu- tækni hafa sprottið mjög öflug og framsækin fyrirtæki á heimsmælikvarða. Þau eru t.d. á sviði líftækni, erfða- fræði, þróunar stoðtækja og greiningartækja, lyfja- þróunar- og framleiðslu. Reykjavík er höfuðstaður þessarar tækni á íslandi og sem háborg líf-, heilsu- og upplýsingatækni í Norður-Atlantshafi býður hún upp á marga kosti fyrir frekari þróun greinarinnar. Ferðamenn hafa í gegnum tíðina lagt leið sína til íslands til að njóta einstæðrar náttúru og nú koma þeir ekki síður til að upplifa menningu og listir. Reykjavík er miðstöð hönnunar, tísku, kvikmyndagerðar og tónlistar sem vekur sífellt meiri athygli á alþjóðavettvangi. Hlutverk Af Ivaka Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu og fram- gangi atvinnulífs í höfuðborginni, þannig að borgin standist á hverjum tíma samkeppni um fólk og fyrirtæki, veiti fyrirtækjum og starfsfólki þeirra góða þjónustu og ræki höfuðborgarhlutverk sitt í þessu samhengi. Þannig er megintilgangi Aflvaka hf. lýst í samþykktum félagsins. Aflvaki er atvinnuþróunarfyrirtæki í eigu Reykjavíkurborgar, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykja- víkurhafnar. Aflvaki var stofnaður á árunum 1993-94, en þá var mikil lægð í íslensku atvinnulífi. Ein megin- hugmyndin með stofnun Aflvaka var að höfuðborgin yrði sýnilegri og virkari í atvinnulífinu og tæki meiri þátt í því að treysta undirstöður atvinnulífsins. Aflvaki hefur gengið í gegnum ýmsar breytingar frá stofnun. Á tímabili tók Hafnarfjarðarbær þátt í starfi félagsins auk nokkurra stórra lífeyrissjóða. Lengst af var einnig lögð mikil áhersla á fjárfestingar og beina þátttöku í atvinnulífinu. Á síðustu árum hafa verið gerð- ar miklar breytingar á starfi Aflvaka hf. Félagið er nú hreint Reykjavíkurfélag og með tilkomu virkari fjár- magnsmarkaðar og betri fjármögnunarmöguleika var ákveðið að Aflvaki hf. seldi þann þátt starfseminnar og einbeitti sér að atvinnuþróun. Það hefur alla tíð verið hugmyndin með Aflvaka að tengja saman stjórn borgarinnar og atvinnulífið í borg- inni með sem bestum hætti. Þetta kemur vel fram í samsetningu stjórnar félagsins. Stjórnina skulu skipa sex menn og kýs aðalfundur hana til eins árs í senn. Skulu þrír þeirra vera úr hópi borgarfulltrúa í Reykjavík og þrír sem tengjast atvinnustarfsemi í borginni eða öðrum þeim viðfangsefnum sem tengjast tilgangi félagsins. Með sama hætti skal kjósa 6 varamenn til eins árs í senn. í stjórn félagsins sitja eftirtaldir á starfs- árinu 2001-2002: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgar- stjóri sem er formaður, Inga Jóna Þórðardóttir borgar- fulltrúi, Helgi Rétursson borgarfulltrúi, Sveinn Hannes- son framkvæmdastjóri, Kristján Jóhannsson lektor og Þórólfur Árnason framkvæmdastjóri. Nýjjar áherslur Aflvaki vinnur nú að því að meta styrkleika og gæði Reykjavíkur fyrir fyrirtæki og fjárfesta. í áranna rás hefur verið unnið ýmislegt gott starf í þessu tilliti, t.d. í tengslum við Reykjavík sem heilsuborg, „Spa-city“, al- þjóðlegan fundarstað, hreina og vistvæna borg o.s.frv. Markmið Aflvaka er að ná öllu þessu efni saman í einn „pakka“ og nota í öflugri kynningu á kostum Reykja- víkur. Sóknarfæri Reykjavíkur á sviði líf- og heilsutækni, orkunýtingar, lyfjaþróunar og -framleiðslu, fjarskipta, samgangna og upplýsingatækni eru margvísleg og því er verið að undirbúa markaðssókn með það að mark- miði að ýta undir klasamyndun á þessum sviðum. í þessu sambandi horfa margir til væntanlegs þekking- arþorps sem mun rísa í Vatnsmýri. Fram fer hörð samkeppni milli svæða í heiminum um að draga til sín öflugt atvinnulíf. Sem höfuðborg íslands á Reykjavík tvímælalaust að taka þátt í þeirri sam- keppni. ■ REYKJAVÍK: A COMPETITIVE INTERNATIONAL CITY The proximity of unspoilt nature and the riches of the ocean; an abundance of sustainable energy, both hydro and geothermal power; a highly-educated labour force, willing to embrace new technology; universities, research institutions and world-leading biotechnology and IT companies, plus a strategic location in the mid- Atlantic which bridges two of the world's strongest mar- kets, are all factors contributing to Reykjavík being a very special choice for companies and investors. Considering also an overall excellent quality of life, general security and a lively culture scene where the rich Nordic cultural heritage meets the latest interna- tional trends, it becomes even easier to grasp why the capital of lceland is so unique. Aflvaki Ltd., the devel- opment company of Reykjavík, is responsible for informing the world of these qualities, thus strengthen- ing Reykjavík's standing as an international city. As the capital of lceland and by far the largest urban- area community where over 60% of the nation resides, Reykjavík has a great responsibility to ensure future industrial and economic development. It is the role of Reykjavik to be competitive, compared to other inter- national cities, when it comes to attracting investment, knowledge and people to ensure lceland's status as a whole. Recent years have seen an incredible growth of new industries, especially where the latest science and technology is applied to fields where lcelanders have 53

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.