AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 60
Mynd i. Borgarrannsóknir
Þaö er því gífurlega mikilvægt aö koma höfuðborgar-
svæöinu á kortiö! Skilgreina þarf innviði, vaxtar- og
umbótaþætti í borgarsamfélaginu sem og hlutverk höf-
uðborgarsvæðisins bæöi gagnvart landsbyggö og
útlöndum. Viö þurfum því aö búa til greinargott kort meö
fáum en skýrum dráttum sem getur verið leiöarvísir
okkar til framtíðar - fyrstu borgarstefnu landsins. Slíka
stefnu þarf að vinna í samstarfi meö fjölmörgum aðilum
bæöi innan og utan borgarkerfisins.
Helstu þróunarverhefni á vegum
Reykjavikurborgar
Starfsfólk Reykjavíkurborgar hefur á síðustu árum
unniö aö fjölmörgum rannsóknum og þróunarverkefn-
um sem nýtast munu til stefnumótunar til framtíðar. Hér
er aöallega fjallaö um þau helstu sem tengjast æskilegri
þróun byggðar og Þróunarsvið í ráöhúsi hefur komiö
aö síðan það var sett á laggirnar í ársbyrjun 1999.
Þróunarsviö í ráöhúsi hefur þaö hlutverk aö undirbyggja
heildstæöa stefnumótun um æskilega þróun borgarinn-
ar meö söfnun og miðlun upplýsinga og meö því aö
stuðla aö meiri rannsóknum á borgarsamfélaginu. Eins
og fram kemur á mynd 1 er meö borgarrannsóknum
reynt aö tengja saman og túlka þrjá þætti: þjóðfélags-
breytingar, þjónustukerfi borgarinnar og skipulagsáætl-
anir sem og aðra heildstæða stefnumótun. Helstu
þróunar- og rannsóknaverkefni sem hafa verið unnin í
borgarkerfinu síöustu misseri og eru í vinnslu um þes-
sar mundir eru þessi:
Borgarrannsóknir
Samráö og stefnumótun í borgarrannsóknum. í árs-
byrjun 1999 kom Þróunarsvið á laggirnar samráöshópi
fulltrúa helstu borgarstofnana sem vinna aö rannsókna-
og þróunarmálum. Tekið hefur veriö saman yfirlit yfir
helstu rannsóknaverkefni á vegum borgarinnar síöustu
þrjú árin meö áherslu á félags- og efnahagslega þætti,
sem finna má á heimasíðu borgarinnar. Einnig er unnið
aö samræmingu og stefnumótun á þessu sviöi í sam-
ráöi viö Borgarfræðasetur. í lokakafla greinarinnar eru
kynnt frumdrög aö rannsóknaáætlun fyrir borgar-
rannsóknir næstu missera.
Borgarfræðasetur
Þróunarsviö vann aö undirbúningi aö stofnun Borgar-
fræöaseturs, sem tók formlega til starfa voriö 2001.
Borgarfræðasetur er hugsaö sem samstarfsvettvangur
Reykjavíkurborgar og Háskóla íslands í borgarrann-
sóknum. Setriö hefur aðsetur í Skólabæ, húsnæöi há-
skólans viö Suöurgötu. Haustiö 2001 var í fyrsta skipti
boðið upp á sérstakt nám viö Háskóla íslands í borgar-
fræöum sem 30 eininga aukagrein. Boöiö er upp á nýtt
námskeið í borgarfræðum sem Bjarni Reynarsson á
þróunarsviði kennir, en í námskeiðinu fer m.a. fram ítar-
leg kynning á borgarkerfinu. Virk tengsl eru á milli Borg-
arfræðaseturs og samráðshóps borgarinnar í rann-
sókna- og þróunarmálum.í ársbyrjun 2002 voru aug-
lýstar stööur þriggja rannsóknaaöila viö Borgarfræöa-
setur í þjóðfélagsfræðum, húsnæöismálum og skipu-
lagsfræðum og eru nýir starfsmenn aö hefja störf viö
setrið um þessar mundir. Stefán Ólafsson prófessor er
forstööumaöur setursins, Bjarni Reynarsson
Þróunarsviöi í ráöhúsi er ráðgjafi í borgarfræðum og
Trausti Valsson prófessor ráögjafi í skipulagsfræöum.
Meö tilkomu rannsóknafólksins á Borgarfræöasetri
mun skapast grundvöllur fyrir öflugri rannsóknir á þróun
borgarsamfélagsins hér á suðvesturhorni landsins. (sjá
mynd 2).
Ýmsar hannnanir og rannsóHnir
Þróunarasviöiö hefur unniö aö margskonar gagna-
öflun, framreikningum og úttektum sem nýtast öllu
borgarkerfinu, sem dæmi má nefna: Framreikninga á
aldursskiptum mannfjölda í Reykjavík og á höfuðborg-
arsvæðinu (Höfuöborgarbúar, 2001). Úttekt á þróun í
58