AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 68

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Page 68
14.7 íb/ha brúttó. Mynd 3. Breiðholtshverfi. 20,6íb/ ha brúttó. brautar/norðan Suðurgötu. 3 I íb/ ha brúttó. Auha þéttlerika byggðar Talsveröur munur er á þéttleika íbúöasvæöa í borg- inni í dag (sjá 2., 3., 4., mynd) en almennt er þó þétt- leikinn meiri vestan Elliöaáa. Nýjustu hverfi borgarinn- ar, Grafarholt, Staöahverfi, eru meö meðaltalsþéttleika um 20 íbúðir á hektara. í aöalskipulaginu er sett fram stefna um aö auka þéttleika byggöar talsvert frá því sem þróunin hefur verið. Meöaltalsþéttleiki á nýjum byggingasvæöum og þéttingasvæðum veröur því um 27 íbúðir á hektara brúttó (ath. 2,3) miðað viö 15-20 íbúðir á hektara í aöalskipulaginu 1996-2016. Aukning á þéttleika byggöar er í takt viö hugmyndir um sjálfbæra þróun borgarumhverfisins. Aukinn þéttleiki byggöar stuölar aö hagkvæmari samgöngum og betri nýtingu lands og þjónustukerfa. í þessu Ijósi er einnig gert ráö fyrir aö þétting byggðar hámarkist næst leiðum almenningsvagna á nýjum byggingasvæöum og þar sem samþjöppun þjónustu í kjarna á sér staö. Umhverfris- og búsetugaeðri Megináherslur aöalskipulagsins hvaö umhverfis- og búsetugæöi varöar er sú vistfræðilega hugmyndafræöi sjálfbærrar þróunar sem felur m.a. í sér: þéttleika, ná- lægö viö þjónustu, öryggi umferöar, skjól, hljóövist, blöndun, félagslegt jafnvægi, íbúalýöræöi og sveigjan- leika og tengsl viö opin svæöi. í þessu samhengi veröa útbúnir skilmálar innan þriggja ára frá staðfestingu aöalskipulagsins um: 1) þróun og uppbyggingu vistvænnar byggðar 2) gæöi byggöar í íbúðarhverfum og á atvinnusvæöum 3) mótun hönnunarstefnu Reykjavíkur. Ritin veröa leiðbeinandi viö deiliskipulagsgerö. Blöndun byggðar Nokkurt ójafnvægi hefur ríkt á milli fjölda starfa og fjölda íbúa ef svæöin austan og vestan Elliöaáa eru borin saman. Til aö ná fram auknu jafnvægi í dreifingu atvinnusvæöa og íbúðasvæða og skapa þannig aukin atvinnutækifæri nær íbúöahverfum þarf aö stuðla aö aukinni blöndun byggöar. Blöndun byggöar dregur úr umferðarþörf og er liður í því að stytta fjarlægðir á milli íbúöa og verslunar, þjónustu og atvinnu og draga þann- ig úr aðskilnaði mannlegra athafna og stuðla að fjöl- breyttara borgarumhverfi. Yfrirbragð byggðar og byggðamynstur í aðalskipulaginu er sett fram stefna um yfirbragð, byggöamynstur og þéttleika á einstökum nýbyggingar- og þéttingasvæðum til aö stuðla að betri landnýtingu og fjölbreytileika innan svæöanna. Stefnt er aö því aö á hverjum tíma veröi fjölbreytt framboð á íbúöar- og atvinnuhúsnæði í mismunandi hverfum. Fjölbreytt hverfi stuðla aö fjölbreyttu mannlífi sem eykur á gæöi byggðar og umhverfis- og búsetugæöi borgarbúa og spornar gegn einsleitum félagslegum hverfum. Fjölbreytrilcrihri lands og byggðar í aöalskipulaginu er mörkuð stefna um aö viöhalda náttúrlegum fjölbreytileika lands og lífríkis samhliöa því aö skapa góö tengsl íbúðabyggðar við fjölbreytt nátt- úru- og útivistarsvæöi. í gildi er heildarskipulag fyrir útivistarsvæði í borginni sem miðar aö því að styrkja og bæta núverandi net útivistarsvæða og stíga sem tengj- a saman hverfi, heimili, þjónustu og vinnustaði. Þar hafa einnig verið skilgreind náttúrusvæði sem verður viöhaldiö meö því aö fella þau undir hverfisvernd. ■ Höfundur er umhverfisstjóri skipulags- og byggingar- sviös. 1. Hér er um nýja skilgreiningu á þéttbýli Reykjavíkur aö ræöa. í Aðalskipulagi Reykjavíkur 1996-2016 er miöaö viö 40 km2. 2. þegar fjöldi íbúöa á brúttó ha er reiknaður þá er tekiö heild- arsvæöi hverfis, þ.e. íbúðalóðir, þjónustulóöir fyrir íbúöahverfið, vegakerfi og opin svæöi og fjöldi íbúöa áætlaöur á allt svæöið. Brúttó þéttleiki er yfirleitt notaöur þegar borin er saman þéttleiki hverfa og stærri svæða. Hafa verður í huga aö mismunandi aö- stæöur geta haft áhrif á þéttleikahlutfall. Til aö samanburður milli einstakra hverfa gefi sem réttustu mynd er því nauðsynlegt að bera saman svlpaöar aöstæður eins og t..d aö reikna ekki inní atvinnusvæöi sem ekki eru bein hverfisþjónusta s.s. skólar og hverfisverslun. 3. Sjá töflu 2.töflu í greinargerð aöalskipulagsins, blönduö svæöi 2001-2024 - þéttleiki og yfirbragöbyggöar. ÓÓ

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.