AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 73

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Blaðsíða 73
■ um eftirsótt vinnuafl ■ um rannsókna- og háskólastofnanir ■ um ferðamenn ■ um alþjóðlega viðburði á sviði íþrótta,menningar- og stjórnmála, sýn- ingar, ráðstefnur og fundi ■ Reykjavík skapi góð búsetuskilyrði fyrir fjölmenningarlegt samfélag og fjöl- breytt mannlíf ■ Reykjavík hafi alþjóðlegt yfirbragð en með skýrum tilvísunum í náttúruna, söguna og sérkenni landsins. Það eru nokkur lykilatriði í skipu- lagningu og uppbyggingu borgarinnar sem geta lagt grunninn að því að Reykjavík verði alþjóðleg borg í þessum skilningi, þó vissulega kalli þessi marg- þættu markmið á samþættar aðgerðir á mörgum öðrum sviðum innan borgarkerfisins. Lykilatriði sem styrkja Reykjavík sem alþjóðlega borg: Efling miðborgarinnar, þétting byggðar, endurskipu- lagning eldri iðnaðarsvæða á Nesinu fyrir skrifstof- ur og íbúðir, bygging tónlistarhúss og ráðstefnu- hótels í miðborginni, uppbygging nýrra atvinnu- og íbúðarsvæða í Vatnsmýri, skilvirkari almennings- samgöngur og göngu- og hjólreiðastígakerfi, eru lykil- atriði í þróun Reykjavíkur sem alþjóðlegrar borgar. Hér að neðan eru nefnd fjögur megin atriði í aðal- skipulaginu sem stuðla að framgangi Reykjavíkur sem alþjóðlegrar borgar. Þéttari byggð og fjölbreyttari land- notkun. Aðalskipulagið gerir ráð fyrir meiri þéttingu byggðar en áður hefur þekkst í borginni og gerir jafn- framt ráð fyrir auknum þéttleika byggðar í nýjum hverfum. Ef aðalskipulagið nær fram að ganga verður þetta í fyrsta skipti síðan á fyrri hluta síðustu aldar að þéttleiki byggðar í Reykjavík eykst og þar með tekst að stöðva áratugalanga útþynningu byggðarinnar. í aðal- skipulaginu eru einnig settir fram í fyrsta skipti ákveðnir skilmálar um blöndun landnotkunar innan nýrra hverfa, þar sem gert er ráð fyrir að ákveðinn hluti hvers hverfis, sem nú eru kölluð blönduð svæði, verði skilgreindur sem atvinnusvæði. Blöndun landnotkunar og þéttari byggð stytta fjarlægðir milli heimila og vinnustaða, breyta ferðavenjum og styrkja almennings- samgöngur og skapa fjölbreyttari og skjólbetri hverfi. Þessi tvö atriði eru grundvallaratriði í að bæta búsetu- skilyrði í Reykjavík og gera borgina samkeppnis- færa á alþjóðavettvangi. Vístvænar samgöngur Borg sem stefnir að alþjóðlegri ímynd þarf óhjá- kvæmilega að efla almenningssamgöngur. í aðal- skipulaginu er sett fram ákveðin stefna um aukinn for- gang strætisvagna í gatnakerfinu. Með forgangi í um- ferðinni er átt við sérakreinar fyrir strætisvagna og for- gang þeirra á Ijósastýrðum gatnamótum. Aðalskipu- lagið leggur ekki síður áherslu á eflingu göngu og hjól- reiða, með samræmdu stígakerfi þar sem helstu um- ferðaræðar eru þveraðar með brúm eða undirgöngum. Aðalskipulagið gerir einnig auknar kröfur til gæða þess umhverfis sem gangandi og hjólandi vegfarend- ur búa við innan íbúðarhverfa og ekki síður innan at- vinnu- og þjónustuhverfa. Aukin gæði byggðar og bætt hönnun í borginni, ekki síst í miðborginni, er frumforsenda þess að Reykja- vík standi sig í samkeppni við aðrar borgir um fyrirtæki og vinnuafl, ferðamenn, ráðstefnur og alþjóðlega við- burði. Auka þarf gæði byggðar með vandaðri hönnun bygginga, sköpun heildstæðra götumynda og götu- rýma sem hafa þarfir hins gangandi vegfaranda í fyrirrúmi. Til að skapa Reykjavík sérstöðu í alþjóðlegri samkeppni borga verður að leggja áherslu á hið stað- bundna við hönnun hins byggða umhverfis: að ná fram heildaryfirbragði sem skírskotar til náttúrunnar, landsins og sögunnar. Það er jafnmikilvægt að slíkar tilvísanir birtist í einstökum húsbyggingum og í hinu hannaða umhverfi milli húsanna. Ný atvinnusvæði í nágrenni við mið- berg og Háskóla íslands Til að Reykjavík og ísland verði samkeppnisfær á hinum alþjóðlega markaði, verður að skapa vænleg 71
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.