AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.04.2002, Side 83
Ljósm.Hannes Lárusson.
Vafurlogi #2, 2002. Eigandi Þorsteinn Steingrímsson.
sem er mikilvægt í íslensku þjóðmenningarlegu sam-
hengi, þá er handverkið hvorki græskulaust né saklaust
í meðförum myndlistarmannsins, í besta falli tálbeita til
að laða að áhorfanda. í því skyni hefur Hannes beinlínis
skapað verk, tréendur sem hann nefnir lokkendur
(Decoy) sem eru táknmyndir fyrir það aðdráttarafl sem
listin hefur eða það sem listamaðurinn kýs að kenna við
erótískt samband milli almennings og listaverks. Mynd-
listarverk Hannesar hafa þó hingað til verið gagnslaus
út frá sjónarmiði nytsemishyggjunnar. Þau eiga sér
rætur í konsepti og snúast ekki hvað síst um myndlist
sem tákn og um samband myndlistar og tungumáls.
Með viðarofnum sínum úr steyptu pottjárni, „vafur-
logunum" (heitið vafurlogi á sér rætur í Eddukvæðum
og fornnorrænni þjóðtrú) stígur Hannes skrefið til fulls
yfir í heim hönnunar. Þær fjórar frumgerðir ofna, sem
Hannes hefur þróað og hverja um sig má útfæra í mis-
munandi tilbrigðum, uppfylla allar kröfur sem gerðar eru
til nytjahluta og til iðnhönnunar, án þess fyrir bragðið að
segja skilið við eigindir myndlistarverks. Ofnskúlptúrar
hans eiga sér enda rætur í myndlistarverkum hans,
WARNING ATTRACTION
Varúö: aðdráttarafl
annes Lárusson hefur skapað sér sér-
stæðan reit innan íslenskrar samtíma-
myndlistar með fagurlega útskornum og
oft á tíðum litríkum smáskúlptúrum sem
hafa augljósa vísan í alþýðlegt handverk
fyrri tíma, en einnig með innsetningum og
rýmisverkum þar sem hann byggir yfir áhorfandann og
allt um kring. Þótt myndlistarverk hans fjalli öðrum
þræði um tengsl fagurfræði og notagildis, fagurfræði-
legs hlutar og nytjagrips og um það að „kunna til verka“
fyrsti ofninn, sem var smíðaður árið 1994, var hugsaður
sem hluti af myndlistarinnsetningu á tvíæringnum í
Rostock í Þýskalandi. Þá sýndi Hannes innsetninguna
„Hlýju“ í Nýlistasafninu árið 1997, þar sem þungamiðj-
an, viðarofn í steinslíki, kynti salarkynni allan sýningar-
tímann.
Einn grundvallarþáttur myndlistar Hannesar hefur
verið að búa til myndverk af þeirri menningu sem mótar
sjálfsmynd okkar og tjáningu, e.k. erkitýpur íslenskrar
menningar. íslendingar fyrri tíma áttu ekki ofna, lengst
81
AUÐUR ÓLAFSDÓTTIR, LISTFRÆÐINGUR