AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Blaðsíða 12
GLÁMA - KÍM, arkitektar
Nýjar
hönnunar-
áherslur
íslandsbanka hf.
útibúum
Útibú (slandsbanka Laugavegi 116, Reykjavík
Utibú Islandsbanka Laugavegí 116, Reykjavík
Öll fyrirtæki þurfa að skapa sér
sérstöðu innan síns þjónustu- og
markaðssviðs til að tryggja góðan
rekstur. Til góðs reksturs telst metn-
aðarfull þjónusta, skilvirkt fyrirkomu-
lag, gott yfirbragð, góð vinnu-
aðstaða og áhrifarík umgjörð sem
hentar mismunandi aðstæðum.
Því er þjónustufyrirtækjum
mikilvægt að móta skýran og ein-
faldan hugmyndaramma sem getur
tekið mið af ólíkum staðháttum.
Undanfarin ár hefur GLÁMA - KÍM
unnið að endurinnréttingu útibúa
fslandsbanka hf. og skipulagningu
nýrra. Markmiðið er að skapa
útibúunum skýrt og heildstætt yfir-
bragð sem samræmist áherslum
íslandsbanka hf. í þjónustu og
ímynd sinni. Til að ná sem bestum
árangri hefur átt sér stað náið
samstarf við forráðamenn og starfs-
fólk bankans.
Innréttingar bera gjarnan svipmót af
formi bygginganna sem þær eru í.
Stigsmunur er á aðferðarfræði við
innréttingar eftir því hvort um
nýbyggingu eða eldra húsnæði er
að ræða. þannig kemur aldur
bygginga og tíðarandi gjarnan fram
í yfirbragði innréttinganna.
íslandsbanki hf. rekur 29 þjónustu-
útibú víðs vegar á landinu.
Mismunandi stærð og aðstæður
skapa fjölbreytni, sem gefa þarf
heildstætt yfirbragð og undirstrika
hvaða þónusta er veitt. Markmiðið
er að skapa nútímaleg, sveigjanleg
og traustvekjandi bankaútibú.
Áhersla er lögð á að afgreiðslurými
séu opin og yfirsýn góð. þannig er
mikilvægi þjónustuþáttar útibúsins
undirstrikaður. Við mótun og skipu-
lag var leitast við að tryggja að
útibúin geti aðlagast þeim
breytingum sem kunna að verða á
starfseminni. Með þessi markmið
að leiðarljósi voru innréttuð útibú við
ólíkar aðstæður.
10