AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 13

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 13
Útibúi íslandsbanka að Laugavegi 116 er í húsi sem Gunnlaugur Halldórsson arkitekt teiknaði í anda „nytjastefnunnar”. Ný ásýnd útibúsins tekur mið af þessu. Framhliðin er glerjaður álrammi í sama fleti og útveggur. í ál- rammanum er anddyri, hraðbanki og stór gluggi á afgreiðslusalnum. Leitast er við að hafa gluggafletina sem stærsta til að auka sýnileika og gegnsæi útibúsins. Fyrirkomulag afgreiðslurýmisins er einfalt og rökvíst. Gjaldkerar eru fremst í rýminu en þjónustufulltrúar innar til að tryggja þeim meiri ró. Aðrir hlutar útibúsins eru til hliðar og innst í því. Með þessu móti verður afgreiðslusalurinn stærri og rúm- betri. Glerfletir eru notaðir til að stækka afgreiðslusalinn enn frekar, þannig undirstrikar sandblásinn glerflötur innst í útibúinu dýpt rýmisins og veitir birtu inn í það. Einnig eru vinnustöðvar þjónustu- stjóra og féhirðis glerjaðar til að tryggja sjónræn tengsl. Skipting rýmisins er undirstrikuð í efnisvali. Loft eru klædd niður til að tryggja hljóðvist og lagnaleiðir án þess að skerða ásýnd og áhrif burðarvirkis hússins. Einnig var innréttað nýtt útibú í verslunarmiðstöðinni Smáralind í Kópavogi. Yfirbragð þess tekur mið af því að það er staðsett inni í stórri verslanamiðstöð. Efnisnotkun er í takt við aðstæður, steinsteyptir veggfletir eru áberandi, þar sem steypan stendur ómeðhöndluð og myndar bakgrunn fyrir innréttingar og mótar efnisval. Allt fyrirkomulag og yfirbragð styðst við sömu mark- mið og í útibúinu að Laugavegi 116. Lofthæð er nýtt til hins ítrasta. Þjónustu- og sölufulltrúar eru staðsettir nær hringiðu verslunar- kjarnans og eru vel sýnilegir frá aðalgönguæð kjarnans. ■ Útíbú íslandsbanka í Smáralínd í Kópavogi.

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.