AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 17
upplýsingaflæði og samvinna verða
stöðugt mikilvægari. Þessi nýja
hugsun eða „New ways of thinking”
kemur fram víða í samfélaginu. Ný
hugsun á sér stað í sveigjanlegu
skólastarfi, þar sem kennarinn kýs
að hafa mismunandi vinnustöðvar
fyrir nemendurna þar sem bæði eru
einstaklingsvinnustöðvar og hóp-
vinna, vinna við tölvu, vinna á blað,
vinna með vídeó o.s.f.r.v. Banka-
kerfið hefur hugsanlega breyst hvað
mest undanfarin ár, og þar hafa
múrar verið felldir í huglægum
skilningi. Innanhússarkitektar eittA
hafa í hönnun sinni á þremur úti-
búum Spron reynt að endurspegla
þessa nýju hugsun í innréttingum
og skipulagi. Múrarnir hafa verið
felldir sjónrænt og allt skipulag
aðlagað nýrri hugsun, þjónusta við
viðskiptavininn er aðalatriðið,
þjónustufulltrúinn er sýnilegur og öll
starfsemin gagnsæ og laus við það
vald sem áður var mjög áberandi í
bönkunum.
Mikið er framleitt af húsgögnum
með vinnuvistfræði að leiðarljósi,
lykilorðið er „fjölbreytni”, það á að
breyta um stellingu, standa, sitja og
ganga, þannig er næsta stelling
ávalit sú besta. Fjölbreytni getur
verið margvísleg og á ekki bara við
um vinnustellingar. Það er tilbreyting
í að hitta vinnufélagana í 5 mín. eða
kasta á nokkrar körfur. Tilbreytingin
getur líka verið í hönnuninni, lifandi
og skemmtilegt umhverfi er hvetjandi
og gleðjandi.
Öll formlegheit eru að hverfa, set-
stellingar sem þóttu dónalegar fyrir
nokkrum árum þykja skynsamlegar
núna, sittu öfugur, sittu á stól-
arminum, settu lappirnar upp á
borð, já, fáðu þér jafnvel rólu á
skrifstofuna. Væri ekki huggulegt að
sitja á litlum vinnufundi í rólu og róla
sér fram og aftur eins og í gamla
daga. Þegar fundir eru boðaðir
verður sagt: viltu vera memm eða
komdu á róló. ■
*spron
Útibú Spron Spönginni -Öformleg setgrúppa þjónustufulltrúa og viskiptavinarins.
Utibú Spron Spönginni -Barinn undirstrikar afslöppuð viðskipti.
U ~ —1 C■
Útibú Spron Austurströnd - þjónustufulltrúar sitja í framlínu. Húsgögn eru valin með
breytileika að leiðarljósi, starfsmaður getur valið um að standa eða sitja við vinnu sína.
Spron in Austurströnd - Employees forvards face front. Furniture chosen to be either sit or stand.