AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Page 22
Guðrún Ingvarsdóttir, arkitekt
Húsnæði
Rafiðnaðar-sambandsins,
Lífiðnar og Matvís
að Stórhöfða 31
Við hönnun skrifstofuaðstöðu í dag
eru gerðar auknar kröfur um
sveigjanleika og kostnaðarvitund, á
sama tíma og ímyndarsköpun og
gæði vinnuumhverfis verða sífellt
mikilvægari. Hönnun á húsnæði
Rafiðnaðarsambandsins, Lífiðn og
Matvís er gott dæmi um verkefni
þar sem metnaðarfullur verkkaupi
óskaði eftir húsnæði sem veitti lif-
andi og aðlaðandi umhverfi fyrir metn-
aðarfull og framsækin fagfélög.
Fagleg markmið og kostnaðarvitund
voru höfð að leiðarljósi og var
verkkaupinn opinn fyrir hugmyndum
sem gætu skapað skemmtilegt og
hagkvæmt vinnuumhverfi.
Húsnæðið skiptist á fjórar hæðir. Á
jarðhæð er að finna skrifstofur og
afgreiðslu Lífiðnar. Á annarri hæð er
að finna skrifstofur Rafiðnaðar-
sambandsins en á þriðju hæð
fundaherbergi. Á neðstu hæð er að
finna mötuneyti fyrir starfsmenn
hússins, auk kennslurýma er henta
til námskeiðahalds félaganna auk
búningsaðstöðu.
Arkís veitti í þessu tilviki heildarhönn-
unarráðgjöf, þar sem litið var til allra
atriða, allt frá heildarskipulagi hús-
næðis til hönnunar húsgagna.
Unnið var með þrjú endingargóð
aðalefni, eik, gler og stál sem
mynda aðlaðandi heildarsvip innan
mismunandi hluta byggingarinnar.
Við hönnun húsnæðisins var
sveigjanleiki hafður að leiðarljósi.
Sem dæmi má nefna að í skrifstofu
Rafiðnaðarsambandsins skiptist
vinnurými í annars vegar opið
vinnurými sem breyta má eftir
óskum og hins vegar hálflokaðar
skrifstofur sem opna má með
stórum hurðaflekum. Þetta býður
upp á góð tengsl stjórnenda við
starfsfólk, en veitir jafnframt
nauðsynlegt næði er það á við.
Leitast var við að ná dagsbirtu í
sem stærstan hluta húsnæðisins og
eru þannig glerflekar í hluta
skrifstofuskilrúma sem hleypa dags-
birtu að gangsvæðum við miðju
hússins.
Framkvæmdakostnaður var innan
viðmiðunarmarka almenns skrif-
stofuhúsnæðis, þrátt fyrir að aðs-
taða og húsgögn séu sérhönuð að
óskum verkkaupa. Með aðlaðandi
ímynd sinni og aðstöðu er hús-
næðið að Stórhöfða 31 gott dæmi
um hvað hægt er að gera þegar
arkitektar og viðskiptavinir ná að
vinna að sameiginlegu markmiði.
Hönnunarstjóri: Aðalsteinn
Snorrason arkitekt FAÍ
Innanhúsarkitektar: Thelma Björk
Friðriksdóttir og Hallur
Kristvinsson
20
,v~'