AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Saqqummersitaq pingaarneq:

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 43

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Qupperneq 43
BYGGINGIN Meginhugmynd tillögunnar er þrískipa bygging sem er 640m2. í miðjunni er umferðarás, í líkingu við gjá, sem liggur frá forgarði inn um anddyrið, í gegnum bygginguna og út á veröndina með sjónlínu niður að vatninu. Umferðarásinn, með glerþaki, tengir hina tvo hluta byggingarinnar. Öðrum megin við gjánna er bogadreginn veggur, borinn upp af súlum, sem minnir á Pogalínur skipa víkinga. Handan við bogavegginn eru móttökurými gesta. Þau er opin og aðgengileg gestum. Hinum megin er lokaður, örlítið hallandi, steinveggur. í gegnum steinvegginn er gengið inn í einkarými sendiherra sem er vel einangrað frá móttökurýminu. Gjáin er slagæðin í sendiherrabústaðnum sem tengir saman aðkomu, móttökurými, einkarými og verönd. Móttökurými gesta Á neðri hæð eru anddyri, eldhús, borðstofa og stofur. Á efri hæð er bókastofa, þar sem næði er til að halda fundi, vinna og lesa. Bókastofan er í tengslum við stofur um stiga og í sjóntengslum við þær báðar svo og tjörnina og vatnslistaverkið sem skapar rólegt andrúmsloft. Á efri hæð er gistiaðstaða tengd móttöku með lyftu sem jafnframt þjónar bókastofu. Þessi rými eru því aðgengileg hreyfihömluðum. Á efri hæð er íbúð þjónustufólks í beinum tengslum við eldhús á neðri hæð og þvottaherbergi, geymslur og tæknirými í kjallara. Einkarými sendiherra Aðkoman að einkarými sendaherra er um aðalanddyri en jafnframt er bakinngangur og innangengt frá honum í bílageymslu. Á neðri hæð er rúmgott fjölskylduherbergi með eldhúskrók sem er í beinum tengslum við umferðar- ásinn og efri hæðina. Þar eru svefnherbergin staðsett þannig að þau verði fyrir sem minnstu ónæði af móttökum. Svefnherbergin snúa frá móttökusvæðinu og eru vel einangruð frá því. Hægt er að loka allt einkarýmið af þegar opinberar móttökur eru. LÓÐIN í forgarði er aðkoma, bílastæði og aðalinngangur hússins. Húsið er vel merkt á steinvegg út við götu og þar er fánastöngin staðsett. Frá inngangi er umferðarás í gegnum bygginguna sem tengir saman forgarðinn og veröndina með sjónlínu niður að vatninu. Innangengt er úr móttökurýmum út á hellulagða verönd sem nýtist vel við móttökur á góðviðrisdögum. Gróður og tré mynda skjól milli einkalóðar og opins svæðis við vatnið svo og nærliggjandi lóða. Við borðstofu og bókastofu, handan glers, er tjörn með vatnslistaverki eftir íslenskan listamann. Vatnið og listaverkið eru til þess fallin að skapa andrúmsloft hreinleika og kyrrðar. EFNISVAL Hönnun og efnisval endurspegla andstæður í áferð og lit. Sjónsteypa og grófir grágrýtisfletir mynda andstæður við hvíta fínpússaða veggi, loft og viðarfleti. Leitast hefur verið við að nota efni sem tengjast íslandi, svo sem íslenskt berg, norrænar viðartegundir að ógleymdri steinsteypunni sem íslendingar voru mjög fljótir að tileinka sér. Ennfremur leggja höfundar áherslu á að notuð séu umhverfisvæn efni eins og kostur er.Burðarvirki hússins er úr járnbentri steinsteypu sem er einangruð að utan. Yst er veðurkápa. Þrískipting hússins endurspeglast í efnisvali utanhúss. Móttökuhlutinn er dökkur, klæddur grófhöggnu grágrýti en einkarýmið er með sléttri, Ijósri sjón steypuáferð. Miðhlutinn er úr sérstöku einangrunargleri sem ekki hleypir hitageislum í gegnum sig. Gluggaprófílar eru úr dökk- lituðu áli. LAGNIR Höfundar leggja áherslu á að tæknilegar útfærslur séu vandaðar, traustar og hagkvæmar í rekstri. Þær skulu vera í samræmi við evrópskar kröfur varðandi orkusparnað og umhverfisvænleika. í kjallara hússins er aðaltæknirými hússins. Hér er loftinntak og loftræsikerfi svo og inntak fyrir vatn og rafmagn. ■
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.