AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Side 60

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Side 60
Björn Ólafs arkitekt, Teiknistofa í Björn Ólafs hefur starfað nær sam- fellt frá 1969 sem arkitekt í París, þar sem hann stundaði nám. Fyrsta hluta þessa tímabils eða á áttunda áratugnum vann hann á stofunni DLM architectes, og var þar aðal- hönnuður stórra verka sem byggð voru í París og nýborgum hennar, Marne la Vallée, Cergy Pontoise og Melun Senart. Meðal þeirra eru hverfi sem hlutu alþjóðleg verðlaun Evrópubandalagsins, frönsku verðlaunin Palmarés National de l'Habitat og Prix de la Beauté de Paris. Á næsta áratug vinnur Björn aðallega í samvinnu við sömu stofu við mörg stórverk. Mikilvægast þeirra er miðbærinn í borginni Saint-Quentin-en Yvelines sem byggður var 1985 -1987. „Eftir þetta verk freistaði það mín að starfa sem alþjóðlegur ráðgjafi í tengslum við frönsk stórfyrirtæki. Tók ég að mér verk í Bandaríkjunum, í Egyptalandi, í Englandi og dvaldist mánuðum saman í þessum iöndum. í fram- haldi af því og vinnu minni við mið- bæi í Frakklandi mynduðust tengsl við ísland þar sem ég hafði ekki unnið í tvo áratugi. Voru þau ráð- gjafastörf fyrir Borgarkringluna í Reykjavík. Leiddist mér þó fljótt að vinna ekki við hönnun húsa og hver- fa sem mér hefur alltaf verið óvið- ráðanleg ástríða. Sá ég því ekki eftir því að taka þátt í tveim samkeppn- um um miðbæi á síðasta áratug, vinna þær og hanna síðan tvo mið- bæi sem eru nú fullbyggðir. Þessi verk, sem voru unnin í samvinnu við DLM architectes, eru annað við nýja stöð í hraðlestakerfi Parísar, Cergy le SQY: Aoalverslunargatan SQY: The main shopping street. Haut, og hitt stækkun miðbæjar í næsta nágrenni miðborgar Parísar, í Montrouge. Á síðasta áratug hef ég þó smám saman tekið að mér fleiri og fleiri verk á íslandi og eru þau nú meirihluti þeirra sem ég er með í gangi. Ástæða þess er sú, að ég álít að starfsreynsla mín sé betur nýtt á íslandi en í minni kæru heimaborg. Við þetta hefur starfsumhverfi mitt gjörbreyst. Vinn ég nú f lítilli vinnustofu í hjarta J 58

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.