AVS. Arkitektúr verktækni skipulag


AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Síða 61

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.03.2003, Síða 61
Parísar og hjálpa mér þar nú tveir franskir arkitektar, Frangois Perrot og Mathilde Mahler. Legg ég áherslu á að vinna að meirihluta við hönnun, drukkna ekki í rekstri og gefa mér nægan tíma til að hlusta á fólk sem ég vinn fyrir. Samvinnuaðilar eru nú íslenskir, eins og Vinnustofa Arkitekta á Skólavörðustíg sem ég vann með samkeppni um skipulag Úlfarsfellshlíða. Erum við nú að vinna úr því verki saman fyrir Reykjavíkurborg, og er það mjög spennandi samstarf. í Garðabæ á ég því láni að fagna að taka þátt í Aðalskipulagi bæjarins með góðu teymi. Einnig hef ég lagt mikla áherslu á að mynda verulega hæfa vinnuhópa í útfærslu hverfa sem ég hef teiknað. Öll verk mín á íslandi nú tengjast skipulagi, þó ég eigi erfitt með að sætta mig við að teikna aðeins útirými en ekki líka hús í kringum þau! Strandhverfin þrjú sem ég hef teiknað á höfuðborgarsvæðinu eru að vissu leyti framhald ferils míns í Frakklandi. Rýmissköpun og notkun lands fylgja sömu aðferðinni og hugsunarhættinum. Engu að síður eru þau mjög ólík að sjá. Sennilega vegna þess að mig langar alltaf til að teikna eitthvað nýtt. Annars er lítið varið í að vera arkitekt.” ■ Úr miðbænum í Saint-Quentin-Yvelines: Veitingahús á jarðhæðum í kringum Tjörnina. The oental area of Saint-Quentin-Yvelines. Restaurants on ground floor surround the lake. fl M ■ «Hr ,'m < r~' „,j! | i= M * 1 m i Cergy le Haut.Cergy plaoe: Aðaltorgið í Cergy le Haut á opnunarhátíð hverfisins. Cergy le Haut. Cergy place. The main sqvere in Cergy le Haut during the opening oheremony. Eragny: Uppdráttur af hverfínu La Challe byggt á árunum 1977-1980. Hverfið er með verslunartorgi, bókasafni og samkomuhúsi ásamt pósthúsi og 790 íbúðum. Hverfið er allt með bílfærum göngugötum eingöngu. Öll bílastæði íbúða eru undir húsum. Eragny. Plan of the district La Challe, built between 1997 - 1980. The district vas a shop- ping squar, libary, meeting hall, Post office and 790 flats, The district has only pedestrian streets vith oehicular oeon. All parking is below buildings. 59

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.