AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 12

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 12
ÞEMA / THEME Nýr „Renaissance" borga byggt á Urban Task Force 1999. • Sigríður Kristjánsdóttir, skipulagsfræðingur Nýr „renaissance" borga er yfirskrift nýrrar sýnar á endurgerð borga, þar sem áhersla er lögð á að fá fólk til að búa inní borginni á nýjan leik. Nýr renaissance borga byggir á af- bragðs hönnun og skipulagi, vel- líðan almennings og umhverfisvitund sem búin er raunhæf efnahags- og laga-umgjörð. Stefnan kemur fram í Bretlandi við upphaf nýrrar aldar og setur í dag mark sitt á borgarskipu- lag um heim allan. Til að ná árangri þarf nýja endurreisnarstefnan að ná til sérhverrar götu. Ef litið er til sögunnar má finna fullt af dæmum um borgir þar sem mannlífið blómstraði. Borgir voru staðir þar sem nýjar hugmyndir kviknuðu og þekking fluttist á milli manna. Borgin var afsprengi lifandi tengsla borgarbúanna. Hins vegar, ef litið er á nýlegri dæmi er þessu ólíkt farið. Nú er ráð- andi aðskilnaðarstefna sem leggur áherslu á að rjúfa samband fólks við staði. Borgir þenjast út og til verða úthverfa-borgir eins og Fönix, Arizona (sjá 1. mynd). íslendingar þurfa að stoppa við og hugsa hvort þeir vilja rata niður sama villustíg og erlendar þjóðir eða hvort við ætlum að staldra við og velja réttu leiðina. Borgir eru fyrst og fremst sam- komustaður fólks. Borgin er rammi sem heldur utan um mörg grunnkerfi sem eru hluti af okkar daglega lífi. Eftir því sem borgin stækkar verður hún brothættari, því erfiðara er fyrir þessi grunnkerfi að sinna hlutverkum sínum. Borgin verður veikarí eftir því sem fjarlægðin milli fólks og vinnu vex. Þetta kallar á nýja hugsun við skipulagningu borga. Hið póstmód- erníska samfélag sem við lifum og hrærumst í eínkennist af auknu upplýsingaaðgengi með tilkomu net- tengingar, vaxandi umhverfisvitund og breyttum lífsstíl með auknum frítíma. Hin nýja renaissance stefna leggur áherslu á að góð hönnun sé lykillinn að bættri borgarmynd. Til að skapa sjálfbærar borgir framtíðarinnar þurfa borgaryfirvöld að skuldbinda sig til að nota góða og frjóa hönnun bygg- inga, almenningssvæða og sam- göngukerfa. Hér er átt við skipul- agsferilinn sem og hina endanlegu útkomu. Til að þetta megi takast er nauðsynlegt að þverfaglegt hönnu- narlið samþætti hinar ólíku forsendur eins og fram kemur á 2. mynd. 1. mynd. Ósjálfbært mynstur úthverfanna (UrbanTask Force 1999). / Unsustainable planning of the suburbs (Urban Task Force 1999).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.