AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 38

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 38
Frekari uppllýsingar veitir: Jón Sæmundur Auðarson, Nonnabúð Laugavegur 20b, 101 Reykjavík, lceland email: nonni@dead.is heimasíða: www.dead.is Sími: 551 6811 „Sá sem hræðist dauðann nýtur ekki lífsins" er ólíklegt kjörorð, en það hefur gagnast Jóni Sæmundi Auðarsyni vel. Þessi innfæddi íslendingur er listamaður og eigandi Nonnabúðar sem er verslun og sýningarsalur sem var opnuð á afmælisdaginn þegar hann varð 35 ára, 16. júní 2003 í gamla bænum í Reykjavík. Verslunin gekk mjög vel og fluttist í stærra húsnæði á sama svæði. Stuttu eftir að hún var opnuð fór að bera á áberandi hauskúpum alls staðar og fólk fór að taka eftir þessu. Jón Sæmundur hefur notað hauskúpur á allt frá t-skyrtum til binda með vörumerkinu „Dead". Jón Sæmundur lítur ekki á sig sem tískuteiknara. Hann lærði í Glasgow School of Art og er fyrst og fremst listamaður og starfaði sem slíkur áður en hann opnaði Nonnabúð á íslandi. Hann notar mismunandi fyrirmyndir sem hann prentar á ofangreindar t-skyrtur sem eru meðal þess algengasta sem hann framleiðir og mjög vinsælir, ásamt „blazer" jökkum og öðrum fatnaði. Hann lítur á allan þennan „Dead“ fatnað sem sjónræna list, en jafnvel þótt þetta sé list sem ætlast er til að verið sé í þá er alveg eins hægt að skreyta stofuveggi með þessu. „Dead" er ekki bara vörumerki og 16. júní er ekki bara mikilvægur vegna þess að þá fæddist Jón Sæmundur heldur líka tvífari hans, „Dead" sem fæddist þegar Nonnabúð var opnuð. „Dead“ leikur mikilvægt hlutverk í list Jóns Sæmundar og stendur honum nærri. Árið 1992 var hann greindur HIV jákvæður. Dauðinn hefur komið aftur og aftur við sögu í list Jóns Sæmundar en í „Dead“ hefur hann fundið leið til þess að fást við tilfinningar sínar á jákvæðan hátt. „Dead“ hefur það hlutverk að Ijúka augum fólks upp fyrir fegurð dauðans og hjálpa því að losna við óttann sem er tengdur lokastundinni og þess vegna er þetta vörumerki. Rock & roll hópurinn er í beinu sambandi við Nonnabúð. „Dead" föt eru í uppáhaldi m.a. hjá gítarleikaranum Kirk Hammett í Metallica, og aðalmanninum í Placebo, Brian Molko, og Pink, prinsessu rocksins. Allt þetta fólk kom til íslands og heimsótti Nonnabúð og hugmyndina um „Dead". Þau hafa verið í „Dead“ fötum á ferðalögum og við önnur tækifæri; Hammett var í „Dead" blazer jakka á frumsýningu Metallica: „Some Kind of Monster" í New York. Tvær af mest spennandi rock-hljómsveitum á íslandi, Mínus og Singapore Sling, styðja líka þessa hugmynd og eru oft í þess- um fötum á hljómleikum. Mínus var á forsíðu tímaritsins Kerrang! inni í „Dead“ innsetningu, skreyttir með hauskúpu vörumerkinu. „Dead“ er stöðugt að þróast og ekkert að deyja út. „Sá sem hræðist dauðann nýtur ekki lífsins" - hugmyndin er „Dead“ og lifandi. ■ 3 8 avs xJL-ty
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.