AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 45

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Qupperneq 45
fengnir til að meta staðarvalið og þeir nálguðust það með ólíkum hætti, en komust allir að sömu niðurstöðu: Vatnsmýrin er eindregið betri kostur. Flokka má staðarvalið út frá nokkrum meginþáttum: 1. Rýmisþörf og samanburður við þarfalýsingu HR 2. Skipulags- og tæknileg matsatriði 3. Stefnumarkandi þættir og áhætta Vægi þessara þátta verður að teljast stigvaxandi frá 1 -3 þótt einhver atriði í 1 og 2 geti haft veruleg áhrif sem taka þarf tillit til. 1. Rýmisþörf og samanburður við þarfalýsingu HR Tilboð Garðabæjar og Reykjavíkur voru bæði metin fullnægjandi hvað varðar skilgreinda rýmisþörf HR. Rými til ráðstöfunar er raunar metið ríflegt, auk þess sem auka má nýtingarhlutföll lóða og stuðla að samlegðaráhrifum við umhverf- ið á báðum stöðum. 2. Skipulags- og tæknileg matsatriði. Varðandi þennan þátt var farið yfir fjölmörg atriði skipulags- og tækni- legs eðlis sem voru mikilvæg. Þar má nefna: staða skipulagsferlis, lok upphafsframkvæmda, þróun framtíðaruppbyggingar, vaxtar- möguleikar, byggðaþróun og bú- seta, gatnakerfi og umferð, almenn- ingssamgöngur og stígar, veðurfar, mengun, mannvirki og kostnaður. Að mati ráðgjafanna var munur á stöðu nokkurra atriða milli Urriða- holtsins og Vatnsmýrarinnar. Enginn þáttanna er aftur á móti afgerandi einn og sér varðandi val á staðsetningu. 3. Stefnumarkandi þættir og áhætta Það sem vegur mest í mati á staðar- valin eru stefnu- mark-andi þæt- tir og áhætta við staðarvalið. Framtíðarsýn og hugmyndafræði HR byggist á skýru leiðar- Ijósi um nýsköpun, tækniþróun, samstarf og alþjóðasamskipti. Samkeppnishæfni var skilgreind sem aðdráttarafl skól- ans fyrir hel- stu markhópa: nemend- ur, starfsfólk og ytri samstarfsaðila. Við mat á þes- sum þátt-um ræddu matsaðilar við starfsmenn HR, forystumenn í háskólasamfélag- inu á íslandi og erlendis og rýni- hóp nem-enda. Tekið var tillit til sjónarmiða fors- varsmanna fyrirtækja og stofn- ana sem HR boðaði á kynningar- fundí og taldi áhugaverða samstarfs- aðila eða áhrifaaðila á ákvörðun um staðarval. Það má ótvírætt ráða af áherslum HR og þeirra aðila sem rætt var við, að sterk „akademía", samstarf innan mennta- og vísindasamfélagsins og samvinna við stofnanir og fyrirtæki atvinnulífsins eru grundvallarþættir árangurs HR í alþjóðlegu háskóla- samfélagi. Verulegur samhljómur var í þessum hóp um staðsetningu í Vatnsmýrinni. Sú staðsetning styrkir stöðu HR og er leiðarljós skólans vegna nálægðar við sterkt þekkingar- og vísindasamfélag, miðju atvinnulífs og margvíslegrar háskólatengdrar starfsemi. Með staðsetningu HR í Vatnsmýrinni má ætla að svæðið verði einnig augljós kostur fyrir rannsóknarstof- nanir atvinnulífsins. Vatnsmýrin kemur einnig tíl með að hafa meira aðdrátt-arafl fyrir stofnanir og sprotafyrirtæki en Urriðaholt. Jafnframt má nefna að stjórnsýs- lan, fjármálafyrirtæki, lögmanns- stofur og annað viðskipta-líf er nær Vatnsmýri en Urriðaholti. Ungt fólk sem er í sambúð hefur einnig mun meiri áhuga á að geta valið á milli tveggja háskóla á sama svæði og búa t.d. í stúdenta-íbúðum nálægt Vatnsmýrinni í stað þess að þurfa að gera upp á milli tveggja háskóla í tíltölulega mikilli fjarlægð. Þekkingar- og háskólaþorp í Vatnsmýrinni mun þannig stuðla að þéttingu byggðar á svæðinu og í nágrenn- inu og skapa einstakt tækifæri fyrir íslendinga. í Vatnsmýri er kominn vísir að þekkingarþorpi. Stefnumörkun Reykjavíkurborgar mun stuðla að myndun þekkingarþorps eða -svæðis í Vatnsmýrinni og setja talsvert landrými undir það í sam- blandi við íbúðabyggð. Vatnsmýrin býður upp á mótaða innviði og afbragðs staðsetningu í Reykjavfk fyrir mannlíf og menningu nálægt hjarta borgarinnar, sem er metið sem aðdráttarafl fyrir nemendur og erlenda gesti og samstarfsaðila. Vatnsmýrin er einnig vel staðsett gagnvart ráðstefnu- og fundarhaldi og gistiaðstöðu og má þar t.d. nefna þá fjölgun hótela sem hefur orðið í miðborginni og fyrirhugaða bygg- avs 45
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.