AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Page 55

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Page 55
 fullyrða „að gæði húsnæðisins væru ekki mæld í fermetrum". Tillögur arkitektanna Sex tillögur voru kynntar á sýningu byggingariðnaðarins Construmat í Barcelona í apríl 2005. Þær voru afrakstur viðurkenndra arkitekta eins og, frönsku arkitektastofunnar Anne Lacaton og Jean Philippe Vassal og arkitektastofu þeirra Ihaki Ábalos og Juan Herreros í Madrid, sem og yngri arkitekta eins og Santiago Cirugeda og Gustavo Gili Galfetti. Sömuleiðis voru nemendunum Jorge Cortés, Sergio García og Borja García annars vegar og Miquel Suau Martorell hins vegar boðið að koma með tillögur þar sem þeir voru vinningshafar 17. Habitácola stúdenta-samkeppninnar sem var skipu-lögð af ARQ-INFAD í Barcelona. Almennt voru tillögurnar vandaðar þó spurning væri hvort þær uppfylltu skilyrðin sem þeim höfðu verið sett. Svo átti við um tillögu arkitektanna Lacaton & Vassal því hvorki var íbúðin lítil né notuð ódýr efni. Þau ákváðu að fylgja sinni hefðbundnu stefnu að hugsa út í að skapa sem mest rými og fermetrafjölda, þó innan ramma ákveðinnar fjárhags- áætlunar. Þetta var forgangsatriði áður en hugsað var út frá því „minnsta". Þau komu til móts við þarfir verkefnisins um minnsta rýmið með því að byggja tillögu sína á einni hugmynd: að margfalda notaða rýmið. Þannig mældist íbúðin 36 X 36 fermetrar með tvöfaldri lofthæð og hlaut heitið Tvöfalt hús. Svipað var upp á teningnum hjá Ábalos & Herreros. Þeir reistu frummynd af íbúðinni sem byggð- ist á einingu með hærri lofthæð en venja var til. Þessi eining hafði einn tæknilegan vegg þar sem öllum lögnum og öðrum nytjaþáttum var komið fyrir, auk geymslurýmis, en til þess að nýta rýmið enn frekar var gengið inn í íbúðina í gegnum baðherbergið. Afleiðingin var sú að aðal- íverurýmið var opið og bauð upp á möguleika um hvers konar notkun. En auk þessa rýmis lögðu arkitektarnir til annað „herbergi" utandyra, nokkurs konar grænmetis- garðsvalir, „hortus conclusus", sem komu til móts við þær lífsaðstæður sem einkenna Miðjarðarhafsbúa. Sá arkitekt sem hefur beint komið hugmyndum sínum í framkvæmd varðandi litlar 30 fermetra íbúðir er Santiago Cirugeda. Á sýningunni tók hann skýrt fram að þessar íbúðir væru ætlaðar fólki með lítinn fjárhag og lagði til að nota endurunnin efni sem auðvelt væri að reisa og jafnvel að verðandi íbúar þeirra myndu taka þátt í byggingu þeirra. Slíkt myndi minnka kostnað og gera þær bæði persónulegri og reisulegri. Framkvæmanleiki vara-húsnæðisins Án efa tókst Húsnæðismálaráðu- neytinu að opna umræðuna gagnvart húsnæðisvandanum. Rannsóknir þess beindust að því að leita að lausnum fyrir tímabundið ástand þrátt fyrir að núverandi reglugerðir meinuðu byggingu þessara íbúða vegna þess að þær uppfylla ekki lág- marks flatarmál þess sem leyfilegt er. Ráðuneytið er því að íhuga breytingu á lögunum og gera staðalinn sveigjanlegri. Málið er þó ekki einfalt, frumþæt- tir hverrar íbúðar eru þeir sömu burtséð frá stærð hennar og það má leiða að því rök að smærri íbúðir eru hlutfallslega dýrari en þær stærrri ef horft er á sömu gæði. Ef gert er ráð fyrir að verð á lóðum lækki ekki, mun því ástandið ekki batna. Einnig er möguleiki að verðlagið á þessum litlu íbúðum muni byrja að hækka um leið og markaðurinn er settur frjáls. Tengiliðir og hagsmunaaðilar byggingariðnaðarins eru það margir að ráðuneytið getur ekki eitt verið gert ábyrgt. Það er ekki nóg að taka viljann fyrir verkið. ■ avs 55

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.