AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Síða 58

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag - 01.06.2005, Síða 58
AUGLÝSING Nýtt sýningarrými hja Hegas ehf. í Kópavogi Hegas ehf. er sérhæfð heildverslun með sérstaka áherslu á hráefnisvörur, íhluti og verkfæri fyrir innréttinga- og tré- iðnaðinn. Einn þeirra byrgja sem Hegas selur vörur frá er Hettich í Þýskalandi, en það fyrirtæki er stærsti framleiðandi á hús-gagnafittings í heiminum í dag. Þeir bjóða geysilega mikið úrval af þessum vörum eða yfir 10.000 vöruhluti og eiga flesta þeirra á lager. Meðal þess sem þeir bjóða eru hlutir eins og lamir, brautir, samsetningafittings, renni- og fellihurðabrautir, höldur, innréttingaljós, skrifstofufittings og ýmsa aðra íhluti og lausnir fyrir innréttingar og húsgögn. Að undanförnu hefur Hettich verið að koma fram með mikið af nýjungum eins og hljóðlausar lokanir á skúffum og hurðum. Þá bjóða þeir fjölda nýjunga sem bæta nýtingu eldhúsa, svo sem fjölbreytt úrval skiptinga í skúffur, stærri skúffur, skúffur með rafmagnsinnstungum og sökkulskúffur, svo aðeins fátt eitt sé nefnt.. Þá bjóða þeir nýjungar í renni- og fellihurðum fyrir alls kyns innréttingar, nýjungar í skrifstofuhúsgögnum eins og t.d. „Orga tower“ sem er einskonar útdregin hirsla (turn) fyrir nútíma skrifstofu, þar sem áhersla er lögða á minni pappír en meira af floppy og cd diskum til geymslu gagna. Ennfremur bjóða þeir margar nýjungar í Ijósum svo sem halogenljós og lágspennuljós. Þar eru í boði allt í senn, vinnuljós fyrir innréttingar, skraut- og næturljós. Til að koma öllu þessu sem best á framfæri, hefur Hegas ehf. sett upp nýja og glæsilega sýningaraðstöðu. í henni eru uppsettar innréttingar svo viðskiptavinurinn geti skoðað vörurnar sem best í sínu rétta umhverfi. Því sjón er jú sögu ríkari. Yfirlitsmynd af sýningarrými. Nætur og skrautlýsingar. Mikið ún/al af skiptingum í skúffur. Fittings biblía 5 kg. vörulisti. Útdregnir turnar fyrir nútíma skrifstofu. 5 8 avs

x

AVS. Arkitektúr verktækni skipulag

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: AVS. Arkitektúr verktækni skipulag
https://timarit.is/publication/1784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.