Iðjuþjálfinn - 2022, Page 5
1. tölublað 20225
Norrænn vettvangur
Formenn og varaformenn iðjuþjálfafélaganna á Norðurlöndum
hittust í raunheimum á fundi í Osló nú í lok september í fyrsta
sinn síðan 2019. Þessir fundir eru haldnir árlega og standa í
tæpa tvo daga. Norska iðjuþjálfafélagið skipulagði dagskrána
sem var fjölbreytt og gefandi. Hugmyndasagnfræðingur
að nafni Tarjei Skirbekk hélt erindi um hnignun miðjunnar í
stjórnmálum í Evrópu. Hann dró upp dökka mynd og ræddi
orsakir og afleiðingar þess þegar öfgarnar, hvort heldur sem
er til hægri eða vinstri, ná völdum samhliða dvínandi kosn-
ingaþátttöku. Lýðræðið er í hættu, og þessi þróun hefur ýmsar
samfélagsbreytingar í för með sér sem hafa áhrif á lífsgæði og
velferð okkar allra – þar með talið þátttöku á vinnumarkaði.
Anita Dyb Linge er norskur iðjuþjálfi sem nýlega varði doktors-
ritgerð sína. Hún kynnti rannsóknina sem fjallar um starfsendur-
hæfingu og áhrif offitu, lífsstílsbreytinga og aðlögun umhverf-
isins á hvort fólk snýr aftur til vinnu eða ekki. Anita hefur birt
fjölmargar fræðigreinar um efnið og hér má finna nánari upp-
lýsingar um rannsóknir hennar. Seinni dagurinn hófst á fyrir-
lestri Henriks Dons Finsrud um þær áskoranir sem sveitarfélög
í Noregi standa frammi fyrir vegna verkaskiptingar sjúkrahúsa
og sveitarfélaga og lýðfræðilegrar þróunar. Henrik starfar við
nýsköpun og greiningar hjá sambandi norskra sveitarfélaga.
Í hnotskurn þá snýst málið um að með hlutfallslegri fjölgun
aldraðra íbúa eykst þörfin á velferðarþjónustu en fólkinu sem
vinnur störfin fækkar. Henrik kynnti mælitæki sem er ætlað
að meta þörfina í framtíðinni. Tilteknar breytur og lýðfræði-
legar upplýsingar eru settar inn í spálíkan og þannig má skoða
líklega þróun. Hann sagði skammsýni stjórnmálafólks stórt
vandamál og þess vegna væri of lítið gert og of seint gripið inn
þegar vandinn er í raun fyrirséður.
Venju samkvæmt var ársfundur SJOT (Scandinavian Journal
of Occupational Therapy) haldinn í tengslum við formanna-
fundinn. Dagskrá var hefðbundin þar sem farið var yfir skýr-
slur og ársreikninga. Ferlið við að setja SJOT í opinn aðgang
er í algleymingi og farið var yfir ýmsa þá þætti sem snúa að
því. Stefnt er að opnum aðgangi 2023 en ljóst að aðlögun
að nýju líkani mun taka nánast allt árið. Engu að síður er
það fagnaðarefni að ákvörðunin hefur verið tekin og þannig
munu iðjuþjálfar, hvar sem þeir starfa, hafa greiðan aðgang
að nýjustu þekkingu innan fagsins. Gott aðgengi að upplýs-
ingum á að vera sjálfsögð réttindi og ég hvet iðjuþjálfa til að
nýta sér þessa leið sem hluta af sinni starfsþróun – það er góð
vinnuregla að lesa eina fræðigrein á viku og líta á það sem
hluta af vinnunni! Þess má geta að SJOT er fyrsta ritrýnda
fræðiritið innan iðjuþjálfunarfagsins sem fer í opinn aðgang.
Fulltrúi Íslands í ritstjórn er eftir sem áður Björg Þórðardóttir
og í ritnefnd eiga sæti þær Snæfríður Þóra Egilson og Guðrún
Árnadóttir iðjuþjálfar ásamt öðru fræðafólki á alþjóðavísu. Við
þökkum þeim kærlega fyrir þeirra mikilvæga framlag.
Fulltrúafundur WFOT og heimsráðstefna
Blásið var til 35. fulltrúafundar heimssambands iðjuþjálfa
(World Federation of Occupational Therapists - WFOT) í lok
ágúst og var hann haldinn í París. Fundurinn stóð í fjóra daga
og fulltrúar frá tæplega 70 löndum tóku þátt. Þess ber að geta
að WFOT fagnar 70 ára afmæli í ár og að sjálfsögðu var haldið
upp á það. Að fulltrúafundinum loknum var heimsráðstefnan
sett. Þátttakendur voru á þriðja þúsund og fjöldi fyrirlestra á
flestum sviðum iðjuþjálfunar í boði. Það er gaman að segja
frá því að alls 57 íslenskir iðjuþjálfar mættu á ráðstefnuna
en það er dágóður fjöldi miðað við höfðatölu. Fjórir íslenskir
iðjuþjálfar voru með erindi á ráðstefnunni en það voru þær
Björg Þórðardóttir, Guðrún Árnadóttir, Snæfríður Þóra Egilson
og Sonja Stelly Gústafsdóttir. Formaðurinn var frekar stoltur
af félögum sínum og gerði þessu skil í máli og myndum á
Facebook. Félagið stóð fyrir hittingi í Lúxemborgargarðinum
á laugardagseftirmiðdeginum og á fjórða tug iðjuþjálfa mættu
þangað þrátt fyrir sól og kæfandi hita. Það var gefandi og
notalegt að hitta svo marga.
Heilt yfir má segja að fjölgun aldraðra og geðheilsa barna
og ungmenna hafi verið í brennidepli á WFOT-ráðstefnunni.
Einnig var mikið rætt um afleiðingar náttúruhamfara og stríðs-
reksturs, þar með fjölgun fólks á flótta og þörf fyrir þjónustu
iðjuþjálfa í flóttamannabúðum víðs vegar um heiminn. Í slíkum