Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 6
1. tölublað 20226
aðstæðum reynir á útsjónarsemi og fagmennsku til að mæta
þörfum fólks og skapa því tækifæri til að geta stundað daglega
iðju. Aukin áhersla á iðjuréttlæti fólks og félagslega iðjuþjálfun
var skýr og víkkar sjóndeildarhring fagsins. Það sem stóð upp
úr hjá mér voru hugleiðingar og skilaboð Karenar Hammel en
hún ræddi umbúðalaust um hvernig kerfisbundnir kynþátta-
fordómar og mismunun lita kenningar og líkön iðjuþjálfunar.
Ræturnar liggja meðal annars í nýlendustefnu, forréttinda-
stöðu hvíta mannsins, kvenfyrirlitningu og hugmyndum okkar
um „normal“. Það er siðferðisleg skylda iðjuþjálfa að halda á
lofti iðjuréttlæti sem hluta af mannréttindum. Hún lagði einnig
áherslu á að heimssamband iðjuþjálfa getur ekki verið ópóli-
tískt – og ég er innilega sammála!
Fleiri iðjuþjálfar útskrifast
Iðjuþjálfum hér á landi fjölgar hægt og bítandi. Alls 16
kandídatar útskrifuðust 10. júní síðastliðinn sem iðjuþjálfar
úr starfsréttindanáminu. IÞÍ hélt móttöku að útskrift lokinni
og þangað mættu nemendur, aðstandendur, kennarar og
iðjuþjálfar sem höfðu verið leiðbeinendur í vettvangsnámi.
Nýútskrifaðir iðjuþjálfar fengu vatnsflösku merkta félaginu og
rós að gjöf. Við óskum þeim öllum enn og aftur til hamingju
með áfangann.
Samkvæmt upplýsingum frá heilbrigðisráðuneytinu (Heil-
brigðisþing, 2020) er skortur á iðjuþjálfum á Íslandi og því
brýnt að mennta fleiri til starfa. Góðu fréttirnar eru þær að
aðsókn í námið við HA hefur aukist undanfarin ár og þróun
í fjölda nemenda er upp á við: Árið 2018 voru nemendur 71,
2019 voru þeir 77, 2020 voru þeir 109 og á síðasta ári voru
nemendur 130 talsins. Af þessu leiðir að von er á að mun fleiri
fari í starfsréttindanám á næstu árum og allar líkur á að 25
nemendur fari í viðbótardiplómuna á næsta skólaári. Það er
því alveg ljóst að vinnustaðir iðjuþjálfa þurfa að bjóða fleiri
nemendum upp á vettvangspláss.
Við iðjuþjálfar erum háskólamenntaðir sérfræðingar á heil-
brigðissviði og störfum sem slíkir víðs vegar í samfélaginu.
Hluti af okkar skyldum sem heilbrigðisstarfsmenn er að
viðhalda þekkingu okkar með sí- og endurmenntun en ekki
síður með því að leiðbeina nemendum og nýútskrifuðum
iðjuþjálfum, við skulum hafa það hugfast. Það liggja mörg
tækifæri í að taka að sér að leiðbeina nemum. Leiðbeinendur
fá aðgang að námsefni sem til dæmis tengist hugmynda-
fræði og matstækjum sem nýtast í starfi iðjuþjálfa. Einnig
er víða á stofnunum hægt að sækja um að fá álagsgreiðslur
meðan á leiðsagnartímabili stendur. Ég biðla til allra starfandi
iðjuþjálfa um að taka að sér að leiðbeina nemum í iðjuþjálfun
– oft var þörf en nú er nauðsyn – það þarf að fjölga plássum
í vettvangsnámi!
Alþjóðlegur dagur
Alþjóðlegur dagur iðjuþjálfunar er 27. október ár hvert.
Samkvæmt hefðinni stóð fræðslunefnd IÞÍ fyrir málþingi í
tengslum við daginn í samstarfi við stjórn félagsins. Þema
alþjóðlega dagsins í ár var: Tækifæri + Val = Réttlæti. Með
þessum orðum vill heimssamband iðjuþjálfa vekja athygli á
hvernig iðjuþjálfun getur stuðlað að auknum tækifærum og
valmöguleikum fyrir fólk og þannig lagt sitt af mörkum til
réttlátara samfélags. Málþingið var vel sótt og haldið bæði í
stað- og fjarfundi. Iðjuþjálfar voru hvattir til að vekja athygli á
alþjóðlega deginum á sínum vinnustöðum.
Að lokum vil ég óska öllu félagsfólki velfarnaðar í starfi og leik
á komandi vetri, og einnig þakka fyrir störf og framlag í þágu
félagsins. Munum að við erum sterk saman!
Kær kveðja, Þóra