Iðjuþjálfinn - 2022, Side 7

Iðjuþjálfinn - 2022, Side 7
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa7 Viðtal: Iðjuþjálfast á hverjum degi Kristín Einarsdóttir iðjuþjálfi hefur sannarlega komið víða við á viðburðaríkum ferli. Hún lauk námi í Danmörku árið 1999, var fyrsti iðjuþjálfinn starfandi á hjúkrunarheimili á Íslandi og síðan yfiriðjuþjálfi á Landspítala í mörg ár. Hugur- inn leitaði til útlanda, bæði í mikilvæg verkefni og nám, og nú er hún búsett í náttúruvin á dönsku eyjunni Mön. Við báðum Kristínu um að líta yfir farinn veg með okkur, segja frá ýmsu áhugaverðu á ferlinum og núverandi starfi. Skemmtilegur en krefjandi innleiðingartími á hjúkrunarheimili Kristín var fyrsti iðjuþjálfinn til þess að setja á laggirnar iðju- þjálfun á hjúkrunarheimili á Íslandi, eftir að hafa lokið námi árið 1999 frá iðjuþjálfaskólanum í Kaupmannahöfn. Hún réðst til starfa á hjúkrunarheimilið Skógarbæ og það bættist fljót- lega önnur starfsstöð við, vegna þess að Skógarbær tók yfir Víðines uppi á Kjalarnesi sem hafði verið meðferðarheimili fyrir karlmenn sem glímdu við áfengissýki og önnur vandamál, voru jafnvel heimilislausir. „Ég var þar í tæp 2 ár og byggði upp iðju- þjálfun bæði á Skógarbæ og í Víðinesi og var með aðstoðar- fólk, réði seinna inn annan iðjuþjálfa þannig að þetta var orðið töluvert stór deild sem ég hafði til umráða,“ segir Kristín. Þetta var skemmtilegur tími og gefandi, en um leið krefjandi að sögn Kristínar. „Það var ekki hægt að feta í fótspor annarra þar sem ekki voru starfandi iðjuþjálfar á hjúkrunarheimili á þessum árum, svo ég sótti mikið þekkingu erlendis. Mest til Danmerkur þar sem ég þekkti til en einnig til Bandaríkjanna. Þar kynntist ég m.a. Eden Alternative og svo var hafist handa við að innleiða það inn á Skógarbæ sem varð þá fyrsta hjúkrunarheimilið sem innleiddi Eden inn í sitt búsetuform,“ lýsir hún. Nýjungar og mótspyrna Innleiðingin var þó sannarlega enginn dans á rósum og það fór gríðarlega mikil vinna í að koma þessu öllu á koppinn. „Eitt er að vera fyrsti iðjuþjálfinn innan veggja hjúkrunarheimilis með þá hugmyndafræði í farteskinu að reyna að afstofnanavæða og setja fremur inn þá hugmyndafræði að við værum öll að vinna inni á heimili skjólstæðingsins eða heimilisfólksins, og hitt var að fá starfsfólkið með sér í þetta verkefni. Það reyndist mín stærsta áskorun, sér í lagi var starfsfólk í umönnun margt hvert fast í viðjum gamals vana og kúltúrs og átti ekki auðvelt með að venjast nýjum aðferðum. Ég hafði þá og hef í raun enn skilning á því, því breytingar taka tíma og á þessum tíma var mikið um ófaglært starfsfólk í umönnun en þetta hefur sem betur fer breyst allt til hins betra. En þarna stóð ég ungi iðjuþjálfinn með stóra hjartað sem var tilbúinn að breyta heim- inum á einum degi, þar sem ég vildi að starfsfólkið snæddi málsverði með heimilisfólkinu, og aðstoðaði heimilismenn við að kjassa og kjá í þá hunda og ketti og fugla og annað sem ég var að koma með inn á deildirnar. Ég mætti þarna alveg gríðarlegri mótspyrnu. Ég get ekki annað en hlegið að sjálfri mér, hvatvísinni og ástríðunni í dag. Þetta var náttúrlega pínu bratt hjá mér,“ rifjar Kristín upp. Svo fór að Kristín varð að draga til baka sumar nýjungarnar. „Ég hafði góðan öldrunarlækni, hann Jón Eyjólf Jónsson í mínu liði sem studdi mig eins og hann gat ásamt yfirstjórninni og svona en þetta gekk samt ekki upp og starfsfólkið hreinlega sumt hótaði að ganga út af vinnustaðnum, þannig að við ákváðum Kristín Einarsdóttir iðjuþjálfi

x

Iðjuþjálfinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.