Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 12

Iðjuþjálfinn - 2022, Blaðsíða 12
1. tölublað 202212 Enginn dagur eins og mikið frelsi Kristín segir eitt það skemmtilega við starfið vera að enginn dagur er eins. „Vissulega eru fastir fundir og föst verkefni sem við erum að vinna að. Teymið hjá Köru er algjörlega frábært og það er unun að mæta í vinnuna á hverjum degi. Ég vakna með fiðrildi í maganum af spenningi og það er ekki sjálfgefið. Saman erum við að byggja upp nýja og framsækna velferðarþjónustu í samvinnu við stofnanir og fyrirtæki bæði í einka- og opinbera geiranum. Ég sit á skrifstofunni minni hér á eyjunni Mön sem staðsett er í gamla ráðhúsinu í litla þorp- inu okkar Stege, skrifstofan mín er í raun gamall fangaklefi en ég upplifi eingöngu frelsi. Ég er í samskiptum við skrifstofuna og starfsfólkið á Íslandi, sem og að við erum þessa dagana að fara að ráða inn og opna vinnustöð í Dublin. Vegna vinnunnar ferðast ég töluvert og hitti mjög marga sem allir deila því með okkur að vilja bæta aðgengi að stuðningi og hjálp. Ég er í miklu sambandi við viðskiptavini okkar aðallega á Írlandi og lítillega í Bretlandi og svo erum við einnig með stór verkefni á Íslandi þar sem ég kem lítillega að,“ lýsir hún. Aðspurð að lokum um hvernig Kristín sjái framtíðina fyrir sér er hún bjartsýn. „Eðli málsins samkvæmt held ég að ég verði áfram starfandi sem ráðgjafi við hin ýmsu verkefni er lúta að nýsköpun í heilbrigðis- og velferðarþjónustu og er starfs- mannaheilsa mér sérlega hugleikin. Það munu án efa koma fram nýjar tæknilausnir sem við eigum að líta á sem stuðning við starf okkar, ekki samkeppni,“ segir hún að lokum. Myndir af heimsráðstefnu í París

x

Iðjuþjálfinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.