Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 18

Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 18
1. tölublað 202218 þjálfun er fyrst getið í opinberu skjali árið 1973 þegar skipuð var nefnd af Menntamálaráðuneytinu til að athuga möguleika á að stofna til náms í sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun hér á landi. Nefndin skilaði greinargerð tveimur árum síðar þar sem settar voru fram tillögur um uppbyggingu náms í sjúkraþjálfun, en talið var að iðjuþjálfun ætti lengra í land sökum fámennis í stéttinni. Þá voru átta iðjuþjálfar starfandi á landinu og aðeins fimm þeirra höfðu varanlega búsetu. Nefndin taldi hins vegar að eftir 10 ár yrði þörf fyrir á bilinu 80 til 90 iðjuþjálfa hér á landi (Þórður Einarsson o.fl., 1975). Árið 1981 var haldin hér norræn ráðstefna um skólamál á Hótel Loftleiðum þar sem fulltrúar frá menntastofnunum iðjuþjálfa á öllum Norðurlöndunum tóku þátt auk fulltrúa frá IÞÍ. Fulltrúar norrænu skólanna buðu fram alla þá aðstoð sem þau gætu mögulega veitt við að koma á fót íslensku námi í iðjuþjálfun og voru afar hvetjandi. Um svipað leyti barst félaginu óform- leg fyrirspurn frá Hauki Þórðarsyni, endurhæfingarlækni, um hvenær félagið hygðist taka upp þráðinn um nám. Þetta tvennt ýtti m.a. undir að fyrsta skólanefndin var sett á lagg- irnar í september 1981, en hana skipuðu Guðrún Árnadóttir, Ingibjörg Ásgeirsdóttir og Rannveig Baldursdóttir. Stofnun náms var ekki talin tímabær, en lagt til að félagið beitti sér fyrir aðgengi Íslendinga að námi erlendis og ynni samtímis að undirbúningi jarðvegsins hér heima. Þetta sama ár var því ritað bréf til menntamálaráðherra og farið fram á aðstoð hans við að koma fleiri Íslendingum að í námi erlendis og þar með var hafin hin formlega barátta fyrir íslensku námi í iðjuþjálfun. Ekkert svar barst frá ráðherra (Kristjana Fenger, 1989). Nefndin aflaði einnig ýmissa gagna um nám í öðrum löndum og um nám við HÍ til að athuga samnýtingarmöguleika við námsleiðir þar. Árið 1983 var haldinn fundur með Maríu Þor- steinsdóttur, námsbrautarstjóra í sjúkraþjálfun um tilurð og starfsemi þeirrar brautar. Óskað var eftir fleiri höndum í skólanefnd og því bættust Kristjana Fenger og Sigríður Jóns- dóttir við og þar með var nefndin orðin fimm manna. Staðan var kynnt félagsmönnum árið 1984 sem lýstu yfir eindregnum stuðningi við málið og lofuðu að leggja hönd á plóg þegar kæmi að stundakennslu og öðrum verkefnum er tengdust náminu. Þetta sama ár lauk fyrsti íslenski iðjuþjálfinn, Guðrún Pálma- dóttir, meistaraprófi, en þangað til hafði Hope Knútsson verið sú eina með það menntunarstig. Verkefni Guðrúnar fjallaði um líf fjölskyldna þar sem annað foreldranna var með líkamlega skerðingu (Guðrún Pálmadóttir, 1984; Guðrún Pálmadóttir og Busch-Rossnagel, 1988). Guðrún Árnadóttir lauk svo meist- aranámi þremur árum síðar þar sem hún skoðaði fylgni milli niðurstaðna úr tæknilegum matsaðferðum og tilgátu iðjuþjálfa er byggði á athafnagreiningu (Guðrún Árnadóttir, 1987). Árið 1985 kannaði skólanefnd reynslu þeirra 17 nemenda er höfðu verið í vettvangsnámi á Íslandi. Spurt var um gæði vett- vangsnámsins hér heima og samanburð þess við vettvangsnám erlendis. Þetta sama ár var bréf sent til Menntamálaráðuneytis þar sem óskað var eftir greiðslu fyrir leiðsögn í vettvangsnámi, en það var talið brýnast í skólamálum á þessum tíma. Ekkert svar barst og beiðnin því ítrekuð ári síðar en án árangurs. Þar sem ekkert hafði þokast í áttina að íslensku námi hérlendis var ákveðið á aðalfundi félagsins þetta ár að leggja skólanefnd niður í bili (Kristjana Fenger, 1989). Tveimur árum síðar (1987) var þráðurinn tekinn upp að nýju í kjölfar óformlegra samræðna við fulltrúa hjá Menntamálaráðu- neytinu. Stjórn IÞÍ fundaði um skólamál í janúar 1988 og sendi í kjölfarið bréf til menntamálaráðherra, Birgis Ísleifs Gunnars- sonar, þar sem farið var fram á stofnun námsbrautar í iðjuþjálfun við HÍ. Þá var einnig sent bréf til Svavars Gestssonar alþingis- manns þar sem samskipti við ráðuneytið voru rakin. Þetta varð til þess að menntamálaráðherra skipaði í júní þetta sama ár opinbera nefnd um nám í iðjuþjálfun. Nefndina leiddi Stefán Stefánsson deildarfulltrúi í Menntamálaráðuneytinu. Auk hans voru í nefndinni Ásgeir B. Ellertsson yfirlæknir tilnefndur af Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu, Guðrún Kristins- dóttir félagsráðgjafi tilnefnd af HÍ, en varamaður hennar Guð- rún Jónsdóttir kom strax í hennar stað. Frá IÞÍ voru tveir full- trúar, þær Hope Knútsson og Guðrún Pálmadóttir, en Kristjana Fenger leysti þá síðari fljótlega af. Fyrsti fundurinn var haldinn 1. desember 1988, en alls urðu fundirnir tíu, sá síðasti 28. maí 1989. Nefndarmenn skiptu með sér verkum, en þar sem mikil vinna hvíldi á fulltrúum IÞÍ fengu þeir fleiri félaga til liðs við

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.