Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 19

Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 19
1. tölublað 202219 sig. Nefndin skilaði heildaráliti sínu í skýrsluformi til mennta- málaráðherra sem sendi það áfram til kennslumálanefndar HÍ. Kennslumálanefnd HÍ féllst á niðurstöðu nefndarinnar um að tímabært væri að hefja 120 eininga BS-nám í iðjuþjálfun og að því væri best fyrir komið við Háskóla Íslands. Nefndin studdi einnig tillöguna um að samnýta kennslu með sjúkraþjálfun, en taldi ekki þörf á að stofna sérstaka skipulagseiningu um nám í iðjuþjálfun eins og nefnd Menntamálaráðuneytisins hafði lagt til. Þetta álit kennslumálanefndar barst félaginu ekki fyrr en í júlí 1990 þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir, en þá voru liðnir átta mánuðir frá því að skýrslan var kláruð. Skólanefnd brást skjótt við og ritaði bréf til háskólarektors þar sem færð voru rök fyrir því að námsbraut í iðjuþjálfun yrði sérstök skipulagseining og að námið spannaði fjögur ár. Afrit af þessu bréfi var sent þeim aðilum sem komið höfðu að málinu. Einnig fundaði nefndin með námsbrautarstjóra í sjúkraþjálfun þar sem var verið að vinna að álitsgerð um tillögurnar. Í þeirri álitsgerð var lýst yfir stuðningi sjúkraþjálfunarbrautar við stofnun náms í iðju- þjálfun og að iðjuþjálfun yrði sérstök námsbraut í tengslum við læknadeild. Engin hreyfing var á málinu næsta árið og horfur almennt ekki góðar vegna niðurskurðar í bæði heilbrigðis- og menntamálum. Skólanefnd átti samt fundi með bæði háskóla- rektor og forseta læknadeildar HÍ á árinu. Samstarf við Háskóla Íslands Árið 1992 tók háskólarektor, Sveinbjörn Björnsson, málið upp á sína arma eftir að hafa fundað með skólanefnd IÞÍ. Fyrir atbeina hans var komið á fót formlegri viðræðunefnd milli IÞÍ og læknadeildar HÍ sem hafði það hlutverk að ýta málinu áfram. Í viðræðunefndinni sátu auk skólanefndarfulltrúa IÞÍ (Guðrún Pálmadóttir og Hope Knútsson) fulltrúar frá lækn- isfræði (Gísli Einarsson), hjúkrunarfræði (Herdís Sveinsdóttir) og sjúkraþjálfun (María Þorsteinsdóttir). Niðurstaða nefndar- innar var sú að eðlilegast væri að stofna sjálfstæða námsbraut í iðjuþjálfun við læknadeild HÍ að ári liðnu. Þetta sama ár, 1993, tilkynnti háskólarektor opinberlega að námsbraut í iðjuþjálfun yrði komið á fót við HÍ í framtíðinni. Árið 1994 lauk þriðji íslenski iðjuþjálfinn, Snæfríður Þ. Egil- son, meistaraprófi en meistararannsókn hennar snerist um frammistöðu íslenskra barna á MAP-þroskaprófinu (Miller Assessment for Preschoolers) (Snæfríður Þ. Egilson, 1994). Snæfríður fór að vinna með skólanefndinni um haustið, en þar voru þá fyrir Guðrún Pálmadóttir, Hope Knútsson og Kristj- ana Fenger. Meginverkefni skólanefndar á þessum tíma var að vinna að greinargerð með þingsályktunartillögu um nám í iðjuþjálfun (Hope Knútsson o.fl., 1994) sem var lögð fram á Alþingi þetta sama haust (Alþingistíðindi, 1994–95a). Auk þess tók nefndin þátt í að undirbúa dvöl dr. Gail Maquire frá Florida International University (FIU) við Háskóla Íslands, en hún hafði fengið Fulbrightstyrk til að vinna að undirbúningi vænt- anlegrar námsbrautar við HÍ. Af háskólans hálfu hélt Þórður Kristinsson kennslumálastjóri utan um það mál og valdi sér til fulltingis sama hópinn og hafði áður verið í viðræðunefndinni, þ.e. námsbrautarstjórana í sjúkraþjálfun og hjúkrunarfræði og fulltrúa frá læknadeild. Guðrún og Snæfríður voru fulltrúar IÞÍ í þessari nefnd. Nefndin hélt fjóra fundi þar sem rædd voru þau verkefni sem Gail hugðist vinna að meðan hún dveldi hér. Skólanefndin hélt einnig fundi með aðilum frá bæði Heilbrigðis- og tryggingaráðuneyti og Menntamálaráðuneyti um væntanlega námsbraut og nauðsyn þess að tryggja fjár- hagslegan grundvöll hennar. Þá gengu konur í skólanefnd á fund allra fulltrúa í læknaráði við HÍ til að kanna afstöðu þeirra til málsins sem alla jafna reyndist jákvæð. Í kjölfarið tók dr. Jóhann Axelsson prófessor í lífeðlisfræði að sér að liðka fyrir málinu innan HÍ með því að ræða við ýmsa áhrifamenn þar. Ráðamenn við HÍ studdu málið og töldu það vel undirbúið, en höfðu áhyggjur af því að framgangur þess gæti orðið til að þess rýra fjárveitingar til annarra greina innan háskólans. Einnig voru kannaðir möguleikar á vettvangsnámi meðal starfandi iðjuþjálfa, en aðilar við HÍ höfðu áhyggjur af þeim hluta námsins vegna fyrri reynslu. Þann 25. febrúar 1995 var á Alþingi samþykkt fyrrnefnd þings- ályktunartillaga um að fela Menntamálaráðuneytinu að hefja undirbúning náms í iðjuþjálfun við HÍ (Alþingistíðindi, 1994– 95b). Um vorið dvaldi svo dr. Gail Maquire við HÍ í þrjá mánuði, en meginverkefni hennar var að undirbúa kennslukrafta fyrir væntanlegt nám í iðjuþjálfun. Hún skipulagði meistaranám

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.