Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 24

Iðjuþjálfinn - 2022, Qupperneq 24
Iðjuþjálfinn I Fagblað iðjuþjálfa24 Niclas Forsling, sést mynd í mynd. Sjálfbær þjónusta, sjálfstæðir notendur Málþing Veltek: Samþætting heilbrigðis- og velferðarþjónustu Heilbrigðisþjónusta í dreifðum byggðum er áskorun. Til að mæta henni stofnuðu Heilbrigðisstofnun Norðurlands (HSN), Heilsuvernd hjúkrunarheimili, Samtök sveitar- félaga og atvinnu þróunar á Norðurlandi eystra, Sjúkra- húsið á Akureyri (SAk) og Háskólinn á Akureyri (HA) samstarfsklasann Veltek, og héldu málþing um starfið og ýmsar nýjungar í heilbrigðis- og velferðarþjónustu á Akureyri þann 24. júní 2022. Erna Sigmundsdóttir fulltrúi ritnefndar kynnti sér málþingið fyrir hönd ritnefndar. Yfirmarkmið samstarfsins er að stuðla að heilbrigði, velferð og vellíðan. Veltek vill styðja við að nýjasta tækni verði í auknum mæli notuð til að tryggja heilbrigðisþjónustu óháð búsetu. Mikilvægur stuðningur býðst fagfólki svo það geti betur sinnt sínum störfum og veitt betri þjónustu. Í boði er tengslanet með aðild að klasanum, innan svæðis sem utan og erlendis frá. Vel- tek tengist sömuleiðis dönskum klasa, Kernet. Hlutverk klasans er að miðla þekkingu og reynslu innan sem utan hans, kanna tækifæri til samvinnu og samstarfs á norður- slóðum og stuðla að fræðslu um nýsköpun í heilbrigðis- og velferðarþjónustu. Efla á tengslanetið og skapa tækifæri fyrir aðila klasans til að tengjast fagaðilum utan hans og nýjum notendum. Staðið verður fyrir fræðslufundum og viðburðum fyrir aðila innan og utan klasa og upplýsingum einnig miðlað um viðburði sem samstarfsaðilar standa að, sjá nánar á veltek.is Miklir möguleikar í stafrænni heilbrigðisþjónustu Þingið var opnað af Perlu Björk Egilsdóttur, verkefnastjóra Veltek og síðan sett með ávarpi heilbrigðisráðherra, Willums Þórs Þórssonar. Hann brýndi fyrir gestum að nota þyrfti nýja hugsun og nýjar leiðir til að takast á við áskoranir samfélagsins og til að tryggja jafnt aðgengi að heilbrigðisþjónustu. Hann hvatti fólk til að vera opið og stöðugt í leit að nýjum lausnum. Sett var fram stefna árið 2021 fyrir Ísland hvað varðar stafræn málefni heilbrigðisþjónustunnar og lagður grunnur að framtíðaráætlunum. Næst fjallaði Niclas Forsling um stafræn umskipti og sam- þættingu félags- og heilbrigðisþjónustu á strjálbýlum svæðum. Hann vinnur fyrir Center for Rural Medicine í Norður-Svíþjóð sem sinnir litlu svæði en er jafnframt nyrsta svæði heilsugæsl- unnar. Þar fá um 250.000 manns þjónustu en auk þess hefur stofnunin umsjón með mun stærra svæði þar sem fáir búa og áskorun að komast um. Aðalverkefnið er að koma heilbrigðis- og félagsþjónustu til dreifbýlustu svæðanna. Hann sagði frá heimasíðu verkefnisins, healthcareatdistance.com, en þar er að finna bæklinga og kynningarefni ásamt leiðbeiningum, meira að segja á íslensku. Ljóst er að flest Norðurlöndin kljást við afskekktar byggðir og auðsýnt að nýta má stafræna þjón- ustu við t.d. innlit á næturnar. Þá er komið rafrænt eftirlit á sameiginlegri stöð sem fylgist með mörgum skjólstæðingum í einu, eftir þeirra óskum. Viðburður:

x

Iðjuþjálfinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.