Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 25

Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 25
1. tölublað 202225 Auðvitað er farið á staðinn ef eitthvað kemur upp á en annars hægt að spara ferðina og minnka kolefnissporið. Í Austur- Karelíu í Finnlandi hefur heilbrigðis- og félagslega kerfið verið samtvinnað, en þar var vilji til að færa heilbrigðisþjónustuna heim frá sjúkrahúsum. Þeir eru komnir lengst í þessari þróun. Ekki eru komnar fram margar rannsóknir um þessa tegund þjónustu en ein þeirra segir að 97% notenda óski þess að vera heima sem lengst og 61% af þeim vill nota stafræna þjónustu til að geta verið lengur heima. Hindrunin er að ekki hefur fundist rétta líkanið til að stækka umfangið á þessari tegund þjónustu. Það vantar nýja tegund af upplýsingasöfnun, ný forrit sem oft eru ekki til. Ef hannað er líkan fyrir notanda sem þjáist t.d. af COPD er erfitt að yfirfæra það á fleiri hópa notenda. Þessi tækni styður samt einnig við áframhaldandi búsetu á viðkomandi svæði. Niclas nefndi sérstaklega snjallúrin sem hægt væri að nýta mun betur í þessu samhengi. Þar væri fullt af upplýsingum sem enn væru lítt nýttar. Margar áskoranir á norðurslóðum Norðurslóðir teljast svæðið norður af sextugustu gráðu. Það inniheldur fjölda þjóða og samfélaga þó landamærin séu skil- greind með mismunandi hætti. Mikilvægasta skilgreiningin er þó fólkið á svæðinu; menningarhópar frumbyggja, samfélögin og sú heimsmynd og lífshættir sem fólkið býr við. Embla Eir Oddsdóttir, sem er forstöðumaður Norðurslóðanets, ræddi um norðurslóðasamfélögin, áskoranir og tækifæri til samvinnu og samráðs. Mikilvægt væri að þekking íbúa yrði tekin með í reikninginn, að deila þekkingu samfélaga á milli. Þróunar- skýrsla um mannvist á norðurslóðum segir um 4 milljónir búa á þessu svæði, að megninu til í dreifðum byggðum á land- svæðum sem eru lítt byggileg. Sum samfélögin teljast þess vegna til jaðarbyggða með öllum þeim skorti á innviðum sem því fylgja. Norðurskautsráðið (e. Arctic Council) er helsti samstarfsvett- vangurinn og afar mikilvægur. Margir áhugaverðir málaflokkar eru í umræðunni, þ.m.t. velferð samfélaga og heilsa. Upp- lýsingasöfnun af sumum svæðum hefur reynst erfið og það skekkir myndina. Mikið er rætt um áhrif breyttrar menningar á heilbrigði, sem og áhrif félagslegrar og efnahagslegrar stöðu sem oft á tíðum er ekki eins og best verður á kosið. Umræða um andlega heilsu er mjög áberandi og ekki síst meðal ungs fólks. Neysla áfengis og annarra vímuefna er með versta móti. Vegna mengunar þarf að flytja vistir og fæðu í auknum mæli til þessara samfélaga, við ótryggar aðstæður. Lífið á norðurslóðum mótast að mestu leyti af getu og seiglu samfélaganna (e. optimistic problem solving) sem hefur áhrif á sjálfsmynd, hæfni og sjálfstraust einstaklinga og samfélaga, nokkuð sem er lykilatriði til að lifa af á svæði sem þessu. Embla benti á marga samvinnufleti til verndar heilbrigði eins og samstarf við gagnasöfnun, uppbyggingu innviða, tengingar, fjarnám og fjarheilbrigði. Framtíðin í umsýslu lyfja Garðar Már Birgisson talaði fyrir hönd Þulu tæknifyrirtækis og ræddi um samspil fyrirtækja og heilbrigðisstofnana. Starfsmenn Þulu vinna að því að auka öryggi sjúklinga og stuðla að auknu hagræði. Hefur fyrirtækið einbeitt sér að því að þróa hugbúnað tengdan lyfjagjöf og lyfjalager ásamt rafrænum lyfjafyrir- mælum á heilbrigðisstofnunum með inniliggjandi einstaklinga. Hann kynnti lyfjatengdar hugbúnaðarlausnir, og sýndi dæmi um árangursríkt samstarf á Norðurlandi þar sem umsýsla lyfja var færð af pappír og faxtæki yfir í stafræn viðskipti. Fjölbreyttar nýjungar reyndar og rannsakaðar Aðgengi og velferðartækni eru sífellt veigameiri þættir, og sú nálgun að geta búið áfram heima. Björg Anna Þórðardóttir hefur tekið þátt í ýmsum verkefnum í þessa veru. Hún er iðju- Dr. Björg Þórðardóttir, iðjuþjálfi. Garðar Már Birgisson, Thula - Nordic Source Solutions.

x

Iðjuþjálfinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðjuþjálfinn
https://timarit.is/publication/1164

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.