Iðjuþjálfinn - 2022, Síða 27
1. tölublað 202227
Eva sagði einnig frá Evandos lyfjaskammtara sem hefði reynst
vel og stóraukið öryggi hvað varðar rétta lyfjagjöf og á réttum
tíma. Deborah sagði frá skol- og þurrksetum á salerni sem
hafa verið teknar í notkun og aukið á sjálfstæði notenda við
þær aðstæður ásamt að fækka sýkingum og innlögnum.
Sjúklingafræðsla á nýjum miðlum
Aukin heilbrigðisfræðsla stuðlar að virkari notendum og þess
vegna mikilvægt að styðja við sjálfræði sjúklinga í ákvarðana-
töku ásamt að efla færni og sjálfsöryggi sjúklinga til að sinna
eigin umönnun og efla þátttöku sjúklings í meðferð. Dr. Brynja
Ingadóttir, sérfræðingur í hjúkrun og forstöðumaður Miðstöðvar
um sjúklingafræðslu á LSH, ræddi um markmið fræðslunnar, en
rannsóknir sýna að sjúklingar hafa miklar væntingar til fræðslu.
Nú er lífeðlislegri fræðslu best sinnt; að fræða um eðli sjúkdóms,
lyf og fylgikvilla en minni áhersla lögð á að fræða um reynsluna
af því að fá sjúkdóminn, siðfræðina og félagsleg atriði. Heilsu-
læsi er mikilvægt í bata sjúklingsins og meðferðarheldni.
Brynja sagði frá nýjungum í miðlun sjúklingafræðslu, t.d.
Landspítalaappinu, þar getur sjúklingur séð upplýsingar um
eigin innlögn, svarað spurningalistum og fylgst með eigin
heilsufari. Einnig Heilsumeðveru, sem er samskiptagátt innan
Heilsuveru og NúnaTrix sem er sprotafyrirtæki hennar á sviði
heilbrigðis og sjúklingafræðslu, stofnað 2019. Brynja hannaði
tölvuleik fyrir börn sem eru á leið í svæfingu, hann heitir Mína
og er ókeypis til niðurhals á veitum. Hann hefur verið þýddur
á ensku og finnsku. Einnig gerði hún leik þegar hún var í
doktorsnáminu um verkjameðferð eftir skurðaðgerð. Brynja
vildi einnig minna á að persónuleg samskipti notenda og
heilbrigðisstarfsfólks væru dýrmæt og mikilvæg til fræðslu og
nýta þyrfti tímann vel. Miklu skipti að finna fjölbreyttar leiðir
við miðlun fræðslu og að hægt væri að endurtaka þær eftir
hentugleika skjólstæðinga.
Fjallabyggð í fararbroddi
Sveitarfélagið Fjallabyggð er orðið vettvangur tilrauna og
þróunar á sviði öldrunarþjónustu. Helga G. Erlingsdóttir kynnti
nýsköpun og þróun í öldrunarþjónustunni. Þróa á nýjar þjón-
ustuleiðir eða úrræði eftir því sem tilefni gefst til. Helga benti
á að yfir 20% íbúa Fjallabyggðar væru 67 ára eða eldri. Nú
er farin af stað umbreyting á núverandi dvalarheimilisrýmum
á Hornbrekku í sveigjanlega dagþjálfun, ásamt samþættingu
á heima- og stuðningsþjónustu, velferðartækni, forvörnum
og verkefnastjórn. Vinnulíkan er tilbúið til næstu 4 ára. Vilji
heimamanna er mikill og umhverfið er styðjandi, en frekari
þróun strandar á samningum við Sjúkratryggingar Íslands.
Sameiginlegur flötur mikilvægur
Að lokum dró Sigurður E. Sigurðsson saman efni málþingsins
og benti á hversu miklu skipti að hafa sameiginlegan vinnuflöt
þar sem sprotafyrirtækin og heilbrigðisstofnanir gætu unnið
saman og látið hlutina gerast, mögulega hraðar en ef ríkið
kæmi að málum. Að þingi loknu var undirrituð samstarfsyfir-
lýsing milli Fjallabyggðar, HSN og Veltek.
Málþing eins og þetta má telja nauðsynlegt, það er vett-
vangur hugmynda og fræðslu auk þess sem mikil hvatning
felst í reynslusögum annarra og brýnir það sem skiptir máli í
málefnum líðandi stundar.
Veltek.is
Healthcareatdistance.com
Arcticiceland.is
Dr. Brynja Ingadóttir,
forstöðumaður miðstöðvar
um sjúklingafræðslu LSH.
Helga G. Erlingsdóttir.